22.12.2009 | 09:48
Þingmenn efast ei
Samkvæmt ítarlegu og vel unnu lögfræðiáliti Mishcon de Reya (sem eflaust hefur kostað fúlgur fjár) verður hægt að ganga að ýmsum eigum íslenska ríkisins ef greiðslur berast ekki. Þar á meðal má nefna flestar fasteignir í ríkiseigu, s.s. skólabyggingar, spítala, leikhús, tónleikahús og íþróttamannvirki. Auk þess gætu Bretar og Hollendingar tekið flugvélar upp í skuldina (sem auðvelt er að koma í verð) og ríkisfyrirtæki sem eru fjölmörg þessa dagana, s.s. Landsvirkjun, Landsbankann og RÚV. Spurningarmerki er sett við auðlindirnar þar sem að hvergi er á þær minnst í stjórnarskránni og því ekki um fullnægjandi skilgreiningu að ræða.
Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að flestir þingmenn munu ekki láta þetta lögfræðiálit breyta sannfæringu sinni. Reyndar er það mér til efs að þeir ómaki sig við lestur þess enda er það nokkuð langt og tæknilegt og líklegt til að trufla jólastemminguna. 7 ár eru jú líka langur tími í íslenskum stjórnmálum.
Lagalegur efi um skuldbindingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Athugasemdir
Fyrir utan Sigurður að það er nú alveg verið að sleppa því að nefna afleiðingar þess að sækja málið og tapa, þá koma ALLAR innistæður til greiðslu tafarlaust.
Erum við tilbúin í það veðmál?
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 10:12
Sæll Ágúst,
Hinn kosturinn er líka ömurlegur. Ég öfunda alþingismenn ekki af þeirra hlutskipti.
Sigurður Hrellir, 22.12.2009 kl. 10:43
Nei segjum tveir og ekki öfunda ég hægri fasista sem herja á fólk með rógburði og illsku jafnvel dulbúnir sem "blaðamenn" á þessu sem kallast mbl, gleðileg jól kæri Hrellir.
Einhver Ágúst, 22.12.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.