Brennuvargar og besserwisserar

Fyrir 6 mánuðum síðan var það varla að fjölmiðlar gætu borið nafn Borgarahreyfingarinnar óbrenglað fram ef þeim þá þóknaðist að hafa hana með í umfjöllunum um stjórnmálaflokka. Nú er öldin önnur en óneitanlega leitt að sjá svo mikla neikvæða umfjöllun um þessa "nýju" hreyfingu. Í tilefni af því vil ég bara benda á þá augljósu staðreynd að Borgarahreyfingin er eina stjórnmálahreyfingin á Alþingi sem ekki getur mögulega átt neina sök á því hvernig komið er fyrir þjóðinni

BúsáhöldinStrax eftir kosningar fór fýldur besserwisser hér á netinu að kenna bæði Friðrik Þór Guðmundsson og mig við svokallaðan "Þráins-arm" í Borgarahreyfingunni. Ég man hvað mér þótti þetta fjarstæðukennt rugl í manninum enda taldi ég mig vera í góðri sátt við alla þingmenn og aðra félagsmenn.

Nú 5 mánuðum síðar mætti hugsanlega tala um e-s konar "Þráins-arm", þó ekki innan Borgarahreyfingarinnar heldur einungis innan Félags Þinghóps Borgarahreyfingarinnar (sem fjórmenningarnir stofnuðu sjálf) en Þráinn sagði sig úr því félagi með yfirlýsingu á Alþingi. Mér vitanlega eru ekki fleiri en Þráinn í þessum "armi" enda eru einungis 4 félagar skráðir í umræddu félagi. Klofningurinn er því ekki innan Borgarahreyfingarinnar.

Um næstu helgi verður haldið Borgaraþing/landsfundur hreyfingarinnar. Þar verða samþykktar nýjar og ítarlegar reglur fyrir félagið og ný stjórn kosin sömuleiðis. Ég undirritaður er í hópi fólks sem vill að Borgarahreyfingin einbeiti sér að því sem hún var stofnuð til, að vera öflug grasrótarsamtök með fótgönguliða á Alþingi. Við kynnum nú framboð okkar til stjórnar með sameiginlega framtíðarsýn fyrir hreyfinguna en bjóðum okkur fram sem einstaklingar hvert fyrir sig. Ég á von á hressum fundi þar sem fólk liggur ekki á skoðunum sínum. Það verður ekkert halelúja eins og tíðkast á sumum bæjum.

Ég bið fólk að hugsa sig um tvisvar áður en það leggst í þann forarpytt að rakka niður Borgarahreyfinguna. Er virkilega engra breytinga þörf í þessu þjóðfélagi eða er brennuvörgunum best treystandi til þess að lagfæra tjónið?

 


mbl.is Á von á átakafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Borgarahreyfingin á mikið og mikilvægt starf fyrir höndum.  En til þess að það megi lukkast þá þarf að efla hreyfinguna með lýðræðislegum vinnubrögðum. 

Flottur pistill Siggi.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 11:32

2 identicon

kosninnga bandalag innann grassrótar samtaka er ekki mikið GRASSRÓTAR ! heldur söfnunn "samála-hóps" til að efla sín völd ! ÉG FYRIRBÍÐ svona starfsaðferðir þetta er FLOKKS eiginhagsmuna style ! Lýðræði með meir áherslu á suma en aðra ! eins og Þjóðinn á þing síðan á facebook ! undir merkjum Borgarahreyfingar ! samt einungis fyrir TÓLFMENNINNGANA ! manstu þegar Þráinn einn byrtist með plakat "die hard" style af SJÁLFUM sér einn manna í framboði ? hverjum brá ekki og ofbauð ! samt eruð þið að endurtaka leikinn ! er ekki hægt að skapa vettvang þar sem allir frambjóðendur fá SÖMU KYNNINNGU ! en það mátti sossem búast við að eikkerir færi í fýlu ! en að fólk skuli ekki geta rætt sig útúr því er til mikillar minkunnar fyrir annars flott framtak !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Grétar, innan grasrótar eru iðulega hópar og grúppur sem vinna í sameiningu að tilteknum málum. Innan BH varð til einn slíkur þegar niðurstaða kosninganna lá fyrir. Hópurinn lét ekki deigan síga heldur stofnaði nýtt félag á nýrri kennitölu um sig og sína starfsemi. Það út af fyrir sig hefur ef til vill ákveðnar skýringar en hitt að sá hópur skyldi gefa mörgum stofnfélögum og réttkjörinni stjórn langt nef hlýtur að flokkast sem ólýðræðisleg vinnubrögð. Því spyr ég hvort Þinghópur BH sé framlenging á Borgarahreyfingunni að þínu mati eða öfugt? Hvort kom á undan eggið eða hænan?

Sigurður Hrellir, 5.9.2009 kl. 13:52

4 identicon

Í svari Sigurðar (nr. 3) kemur akkúrat fram mergur málsins. Þessi hópur sjálfstæðra frambjóðenda (12 menningarnir) vilja stjórna hvernig þinghópurinn starfar og þolir ekki að hann hafi stofnað þinghóp á sérstakri kennitölu sem einungis var gert til að geta stofnað bankareikning til að taka á móti ráðstöfunarfé þingflokksins. Takið eftir að þetta er fé til afnota fyrir þinghóp ekki stjórnmálaafl, BH er ekki enn komið á fjárlög og hefur því ekki fengið neina styrki. Ef ég þyrfti að svara fyrir hvernig svona fjárframlög yrðu notuð hefði ég líka stofnað sérstakt félag um það en ekki lagt það í hendurnar á hreyfingu sem hefur ekki enn samþykkt lög um sjálfa sig.

HanYi (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

HanYi, það hvarflar ekki að mér að þinghópurinn noti fé í annað en það sem tengist störfum þeirra á þinginu. Hins vegar hefði verið meiri sátt um þá lausn að þau fengju eigin bankareikning á nafni BH þar sem þau sjálf hefðu prókúru og enginn annar. Þetta snýst enn og aftur um lýðræðisleg vinnubrögð og að ræða málin!

Sigurður Hrellir, 5.9.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Auk þess er það mikill misskilningur að þessi 12 manna hópur vilji "stjórna hvernig þinghópurinn starfar". Ég fæ ekki séð hvernig við ættum að geta stjórnað því. Hins vegar viljum við koma Borgarahreyfingunni upp úr þeim hjólförum sem hún hefur verið föst í með því að stuðla að virku grasrótarstarfi og margs konar uppákomum sem ekki tilheyra hefðbundnum stjórnmálaflokkum.

Sigurður Hrellir, 5.9.2009 kl. 14:30

7 identicon

Hehehehehe... Siggi; þú í "Þráins-armi"? LOL!!! Og tel ég mig "þekkja" þig örlítið, miðað við okkar samtöl!

Ég met persónur eftir samskiptum mínum við þær - ekki eftir því hvað aðrir segja. Ég tel mig vita, þótt ekki sé nema að litlu leiti, hvaða hug þú berð til lýðræðisins. Það skiptir mig mestu máli - ekki hvað aðrir segja um þig og þínar "hugsjónir"! Ef ég ætti að fara eftir slíku, ætti ég að liggja í rúmi á geðdeild - svo ég segi ekki meira...

Ég styð ENN þingflokk Borgarahreyfingarinnar, þótt svo ég sé ekki alltaf sammála hverjum og einum sem þar starfar. En ég trúi því að þeir vinni enn eftir hugsjónum þeim er þeir lögðu af stað með - og ég hef ekki enn séð ástæðu til að rengja þá skoðun mína. Og þótt svo einn þeirra hafi klofið sig út úr þingflokknum, þá trúi ég því samt að þau vinni að sama markmiði: Að breyta þeirri lýðræðisnauðgun sem átt hefur sér stað á Alþingi gegnum árin, og vilji breyta því ástandi.

En ég hef haft rangt fyrir mér, oft og mörgum sinnum - og skammast mín ekkert fyrir það. En ég held enn, að svo sé ekki - enn sem komið er.

Skorrdal (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:21

8 identicon

Sigurður.

Útskýrðu aðeins fyrir mér hverju það breytir hvort féð sé lagt inn á reikning í nafni þinghópsins eða BH ef stjórn BH á ekki að hafa neinn aðgang að því.

Þegar talað er um að þetta eða hitt hafi ekki verið lýðræðisleg vinnubrögð snýst það þá Um það að stjórn BH og/eða einstaka meðlimir hennar fengu ekki að koma að þessar ákvörðun?

Breytir það einhverju hvort stjórn BH hafi verið spurð álits á þessu fyrst stjórnin var reiðubúin að "leyfa" þinghópnum að vera með sér bankareiking sem þau ein hefðu aðgang að?

Megum við sem mætum á landsfund búast við því, ef þú nærð kjöri í stjórn, að þú beitir þér fyrir því að hafa áhrif á hvernig þingmennirnir haga sér á þingi? Hvað gerist ef þeir eru ósammála þinni skoðun. Verður þá rokið til handa og fóta í fjölmiðla og blogg og lýst vantrausti á þinghópinn eða þingmenn?

Þannig hef ég upplifað upphlaup í fjölmiðla og blogg síðstu daga og vikur og því finnst mér rétt að spyrja að þessu. Kannski verð ég að spyrja alla sem bjóða sig fram að þessu, hver veit?

HanYi (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:30

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Skorrdal, gott að heyra frá þér. Ég hef líka stundum rangt fyrir mér en reyni oftast að viðurkenna það frekar en að taka Sigmund Erni á það.

YanHi, það er flott nafn og ekki lítið sem þú vilt spyrja um. Ég nenni samt ekki að standa í lögum skoðanaskiptum við fólk sem ég þekki engin deili á. Ef þú ert til í að pósta þessa athugasemd undir fullu nafni þá svara ég öllum þessum spurningum, annars ekki.

Sigurður Hrellir, 5.9.2009 kl. 16:49

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

HanYi vildi ég sagt hafa. Puttaflækja.

Sigurður Hrellir, 5.9.2009 kl. 16:50

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var ekki Þráinn með EU inngöngu og viðræðum? Markaðist armur hans ekki af því? Er ekki það sama að kljúfa ykkar hreyfingu og klýfur aðra flokka og raunar alla landsmenn?  Ég veit að þú ert að þessu leyti í "Þráins armi", hvað sem öðru lýður og þú ert fyrrverandi Samfylkingarmaður Siggi, er það ekki? Einhverjar hugsjónir hafðirðu með þér þaðan.

Fer ég með rangt mál?

Annars er ég allur ykkar. Mér þykir þó miður að hreyfingin skyldi einmitt klofna um þetta þolrif á ögurstundu.  Þið voruð síðasta hálmstráið í því að rökstyðja fyrir okkur þarna inna að við eigum ekki að borga ICESAVE og að  það sé annar kostur en að borga eða ekki, en það er dómstólaleiðin.  

Þeim tíma var eytt í þref og persónuerjur.

Ég vona að þið rísið upp úr þessu og hafið þroska til að halda persónulegurm gæludraumum utan þessa. Nr. er að átta sig á því hvað AGS er að gera okkur í gegnum flugumenn í seðlabanka. Hann þarf að losna við og tryggja að auðlyndir okkar verði ekki afhentar erlendum lénsherrum á silfurfati, eins og verið er að gera. 

Hlutirnir eru í stærra samhengi en flestir sjá. Útrásarprinsarnir voru ginningarfífl eins og við. Það verða menn að fara að sjá.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 19:13

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars félluð þið í þá blekkingargryfju að fjalla um dómstólaleiðina sem eina leið af nokkrum mögulegum, meðan alltaf var ljóst að það var EINA leiðin. Lögboðið ferli. Hitt átti aldrei að vera til umræðu. Fyrir vikið verður Ísland nú rifið á hol og bitunum dreyft í hendur fjölþjóðafyrirtækja. Við erum komin á 17. öldina aftur og ekki víst að okkur takist að brjótast frá því eins léttilega og síðast.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 19:21

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Annars er það að frétta af Þriðja Arminum að hann ætlar að halda herráðsþing við gervi-goshverinn Strók í Öskjuhlíðinni milli kl. 12 og 16 á morgun, sunnudag. Nema það verði sunnan-átt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 23:09

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þráinn er maður sem stendur við orð sín og er þ.a.l. nokkuð sér á parti innan um stjórnmálaelítuna. Út frá því einu og sér gæti ég vel skipað mér í hans "arm". Hann kaus að standa við gefin loforð þingmanna BH, bæði gagnvart kjósendum og líka ríkisstjórninni. Allir þingmenn BH voru yfirlýstir stuðningsmenn aðildarviðræðna, en þó ekki fyrirvaralaust. Hins vegar er Þráinn ekki maður sáttfús og held ég að það sé hluti af vandamáli þinghópsins í dag.

Samfylkinguna hefði ég líklegast kosið ef BH hefði ekki litið dagsins ljós en álit mitt á henni hefur farið ört minnkandi.

Að sjálfsögðu mun Borgarahreyfingin ná sér á strik að nýju. Við fórum illa undirbúin af stað í óvissuferð með miklar væntingar og þurfum augljóslega að koma regluverkinu í lag. Innbyrðis deilur verða annað hvort leiddar til lykta eða þá að einhverjir hverfi á braut. Það er yfirlýst stefna hreyfingarinnar að leggja sjáfa sig niður þegar helstu markmiðum er náð en augljóslega er langt í það enn sem komið er.

Sigurður Hrellir, 6.9.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband