20.6.2009 | 17:00
Lögreglan handtekur mótmælendur
Á leiðinni heim frá stórfínum mótmælafundinum hitti ég stúlku sem ég þekki. Hún hafði gengið upp Amtmannsstíg ásamt 3 aktífistum og veitt því athygli að óeinkennisklæddur maður virtist vera að elta þau. Skömmu síðar komu 3 lögreglubílar akandi og handtóku aktífistana. Ekki var nein ástæða gefin upp fyrir handtökunni.
Ekki líst mér á framgöngu lögreglunnar að undanförnu. Skyldu þeir vera búnir að gleyma því hvernig mótmælendur stilltu sér upp þeim til varnar í vetur?
Stemmningin var góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
þetta er ömurlegt að heyra...
Birgitta Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 17:19
þrír lögreglubílar og 4 mótmælendur. Nú á að draga fram stóru kanónurnar
Finnur Bárðarson, 20.6.2009 kl. 17:36
Og engin frétt í fjölmiðlunum?
Dúa, 20.6.2009 kl. 18:08
ef fólk getur ekki gengið um götur bæjarins án þess að vera svipt frelsinu ... að þá er lítið hér að sækja...
miðað við að þetta fólk hafði ekkert gert af sér ...
ThoR-E, 20.6.2009 kl. 18:19
Fréttir rúv ljúga því að við höfum "úðað" málningu á húsið, það er bull og kjaftæði, enda hefðum við líklega ekki verið handtekinn uppi á amtmannsstíg fyrir þann gjörning heldur við alþingishúsið!
Aktivisti (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:27
Er N.Kórea fyrirmynd ísl.dómskerfisins og lögreglu"manna"
Hversskonar ögryggi það að ekki skuli vera hægt að fá sér göngutúr án þess að vera fyrir ögrun varðhunda valdssins,þetta er ógnun á mannréttindum og mjög alvarlegt,er ekki komin tími til að stefna þessu"mönnum" til alþjóðlega dómsstóla svo að heimurinn viti raunveruleikann um mannréttindi á Íslandi.
Hvað gerir lögreglan þegar hún er með alvörumál,hefur einhver stjórnmálamaður eða bankastjóri og útrásarvíkingar sitið inni vegna siðspillinguna,það ná engin lög til þeirra og það segir allt.
hogni (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:35
Ef til vill voru það mistök að stilla sér upp mannfjöldastjórnunarteyminu til varnar þegar það var búið að klára varnarúða skammtinn sinn, langt á undan áætlun. En verra var að snúa síðan dæminu við með því að kenna mótmælendunum um ofbeldið?
Það er sjálfsagt að fordæma allt ofbeldi. En tilvist yfirvaldsins og valdstjórnarsveitanna er ofbeldisfull valdbeiting í eðli sínu. Forsenda þeirra er einkaréttur ríkisins á ofbeldi sem gerir það alls ekki betra en ,,einkaframtakið." Stefán Eiríksson PR fulltrúi lögruglunnar var í montviðtali í Mogganum 11.6 s.l. þar sem hann sagði frá stuðningi fjölda fólks eftir janúarlætin. Þetta óþekkta folk hefði meira að segja sent lögruglunum blómvedi með þakkarkveðjum fyrir frábæra frammistöðu.
Hvort sem frásögnin um stuðning fjöldans eru ósannind PR atvinnuskrökvarans eður ei. Er það ljóst að þannig viðbrögð, efla og réttlæta gerræði lögrugluliðsins. Þegar lögruglan þykist hafa hinn ímyndaða almannavilja með sér eins og í fíkniefnamálum hikar hún ekki við að brjóta mannréttindarbrot og svipta blórabögglanna flestum borgaralegum réttindum.
Undirrituðum fannst hið sjamaníska trommuritúal í kringum alþingishúsið 21. janúar vera frábær og áhrifamikill galdur. Skólabókardæmi um velheppnað sálfræðistríð sem vakti eftirtekt víða. Best er að halda sig við trommubarninginn. Það reyndi nóg á þanþol varnarsveita valdsins.
En mótspyrna gegn ofbeldisverkum lögruglunnar er ekki aðeins sjálfsögð í nauðvörn, heldur borgaraleg skylda. Það er samfélagsþjónusta að óhlýðnast yfirgangi þeirra, eina leiðin til að halda aftur af valdníðslunni. Ef við erum skilningsrik og réttlætum tauagveiklun þeirra. Er það túlkað sem hvatning, grænt ljós á enn frekara ofbeldi. Lögruglan telur sig nú hafa veiðileyfi frá almenniningi til að kæfa alla uppreisn í fæðingu. Gáum að því...
Það er mikill miskilningur að lögruglan hafi einhvertímann verið í þjónustu fólksins. En skiljanleg trúgirni á meðal fjölda fólks er ekki hefur rekist á né lent í óréttlæti löggæslu-kerfisins. Með ólögum skal landi eyða.
Fjölmiðlar ljósrita oftast fréttatilkynningar lögruglunnar. Meðal annars vegna þess að það er mörgum blaðamönnum nauðsynlegt að halda góðu sambandi við Lögrugluna til að fá greiðan aðgang að slysafréttum og tilkynningar um áhugaverðustu afbrotin.
Þorri Almennings Forni Loftski, 20.6.2009 kl. 19:54
Ég hvet alla sem hafa snefil af áhuga að sjá í gegn um lygar lögreglu og fjölmiðla að rölta hringinn í kring um alþingishúsið og reyna að sjá þessa "málningu" sem við eigum að hafa "úðað" á húsið, þetta er uppspuni! Hvers vegna voru ekki myndir af "skemmdarverkunum" í fjölmiðlum, það er vegna þess að við úðuðum engri málningu á húsið! Við vorum einfaldlega "tekin úr umferð".
Aktivisti (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 19:56
Og ekki í fyrsta skiðti þarsem þeir búa til sannleika til að fjarlæga mann á brott....
En vi'ð HÆTTUM aldrei....
BaraSteini (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:02
Heill og sæll; Sigurður - sem þið önnur, hér á síðu hans !
Þakka þér; úthrópun óhæfuverka Vaktaranna (lögreglunnar), Sigurður. Ekki veitir af; að upplýsa fólk, um ókindar kenndir, þessarra sveina og meyja, Stefáns Eiríkssonar.
Aktivistinn (no. 8 og 11); er trúverðugri, en Hverfisgötu flónin - það eitt; er víst, gott fólk.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 21:36
Svo tekur það lögguna óratíma að svara útköllum, vegna ýmissa afbrota. Ég hef hringt á lögregluna í vinnunni minni vegna ýmissa mála, lengst hef ég þurft að bíða yfir 30 mín. Samt er ég í einnar mínútu fjarlægð frá lögreglustöðinni á Hlemmi. Svo senda þeir 3 bíla og spæjara á saklausa mótmælendur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.6.2009 kl. 02:09
Eg þekki dæmi um tveggja tíma bið vegna alvarlegra atvika. Eins gott að smámynt sé ekki rænt úr banka á sama tíma og einhverjum er ógnað, eins gerðist eftir ránið og húsbrotið á Seltjarnarnesi nýlega. Það var samt áhugavert að heyra Jón Geir viðurkenna hvaða útkall hafði forgang, hinn heilagi banki auðvitað.
Þorri Almennings Forni Loftski, 21.6.2009 kl. 03:15
Ég þakka góðar kveðjur úr Árnesþingi, Austurlöndum fjær og víðar.
Já, hún var ansi rýr fréttamennskan á RÚV þar sem talað var um málningu sem sprautað var á Alþingishúsið en myndirnar sýndu ekkert slíkt. Talningarmenn lögreglunnar eru vonandi ekki á ofskynjunarlyfjum?
Sigurður Hrellir, 21.6.2009 kl. 04:39
í mínum augum eru yfirvöld búin að plana þetta allt saman. Nú á að gera alla nema Hörð Torfason ótrúverðuga og halda þannig loki á reiði fólksins. Fjölmiðlar sniðganga fréttir eins og þessa með "írönsku" handtöku á aktívistum. Dulbúnir lögreglumenn á Austurvelli, blanda geði og safna upplýsingum. Ég sá einmitt varðstjóra lögreglunnar sem hefur verið alla vikuna á mótmælum. Hann var í fjölskyldulegum flísgalla en viritist í stöðugu sambandi við sína menn við Alþingishúsið. Steingrímur kallar Hörð Torfason á sinn fund eftir mótmælin til að "leiðrétta misskilning". Höldum vöku okkar því hér eru verulega andlýðræðisleg öfl að verki.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:56
Nýjustu vísbendingar benda til að málningin hafi verið ósýnileg a.m.k gagnsæ, eins og stjórnkerfið þykist stundum vera. Óneitanlega veldur þetta heilabrotum yfirvalda um hvort aðgerðarsinnar hafi beitt nýju leynivopni eða tekið upp útsmogna aðferðafræði með lævísum verklagsreglum. Þetta sé liður í nýrri nálgun er byggir á að læðast með veggjum til að forðast athygli valdstjórnarinnar of fljótt. Það er til ósýnilegt blek sem hægt er að gera sýnilegt með réttu efnablönduferli.
Við verðum að vona að óeirðarseggirnir hafi ekki fundið upp gagnsæja/ósýnilega skyrblöndu.
Við borgararnir verðum að vaka stöðugt á verðinum.
Þorri Almennings Forni Loftski, 21.6.2009 kl. 13:31
Ótrúlegt að lögreglan beiti sér fyrir því að handtaka 3 aktivista sem ekkert höfðu gert af sér og noti til þess 4 lögreglubíla, 1 ómerktan, 1 van og 2 fólksbíla.. í allt 8 manns, fyrir utan þá sem fótgangandi voru á eftir okkur.
Ástæða handtökunnar var ekki gerð ljós fyrr en langleiðina upp í Hverfisstein var komið. Þetta var eingöngu gert til að "taka okkur úr umferð", jafnvel þó við vorum á leið burt frá svæðinu líkt og flestir.
Auk þess er því logið í fjölmiðlum að almenningi að við hefðum "úðað" málningu á Alþingishúsið, helber lygi eins og sést á byggingunni!
Hversu miklu er logið að fólki? Hvað af því sem fram kemur í fjölmiðlum frá lögreglunni er satt og rétt? Það er löngu orðið tímabært að 'taka til' innan þessarar starfsstéttar.
Líka Aktivisti (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 15:45
Lygavél lögruglunnar malar stöðugt og ,,blaðamenn" þora ekki öðru en að birta. Það eru ljós í myrkrinu, vísbendingar um að fólk muni taka málin í sínar hendur. Jeppaplebbinn í morgun fann skynsamleg not fyrir jeppann sinn. Mótspyrna er bráðnauðsynleg og sjálfsögð samfélagsleg skylda. Það er ábyrgt aðhald að halda aftur af lögruglunni.
Með því er möguleiki að varðdýr valldsins hiki við að beita grímulausu gerræð. Fyrirmælin nú eru að kæfa allt andóf í fæðingu með hörku. Fólkið fékk kosningar og á að þegja eftir það. Áróðursvélin trygggir þögul tsamþykki og samsekt þjóðarinnar. Nýtt valdbeitingar umboð varðsveitanna er fengið frá ..vinstri" stjórn með marga valdsinnaða innanborðs.
Eina leiðin til að draga úr ofbeldi og hindra frekari vöxt og eflingu lögrugluríkisins er hörð andspyrna á sem flestum sviðum samfélagsins. Við höfum réttinn til að verja okkur gegn glæpsamlegu ríkisvaldi.
Þorri Almennings Forni Loftski, 22.6.2009 kl. 20:17
Vá, þetta hljómar ótrúlegt. ( En ég er ekki að draga frásögniun í efa ) Það hljóta að vera einhverjar reglur um að upplýsa um tegund meints brots við handtöku ?
Voru yfirheyrslur ? Hversu lengi voru menn í haldi. Hvað var það sem fólkið gerðu eða hafi hugsanlega lítið út fyrir að gera sem má giska á að löggan hafi sem raunveruleg ástæða ?
Er enginn lögreglumaður er annar sem þekkir til þeirra hlið málsins sem svarar ?
Morten Lange, 23.6.2009 kl. 22:57
Morten..
Hljómar kannski ótrúlegt, en þetta gerist á degi hverjum, og þetta tilfelli er bara barnaleikur miðað við flest brotin!
Við vorum bara króuð af og okkur sagt að setja hendur á vegg og standa gleið, síðan var okkur gert að fara inn í van.. Fyrst þegar við vorum komin niður á gatnamót á Sæbraut áður en beygt er til vinstri að Hverfisstein fengum við að vita hvers vegna við vorum handtekin.
Þegar inn var komið vorum við látin setjast á bekk á meðan það fyrsta okkar var "yfirheyrt", þegar kom að mér var mér rétt blað til að undirrita og á því stóð hver réttur minn væri sem handtekinni. Þess má geta að einn lögreglumannanna sýndi okkur tússpennakrot af Alþingis'girðingunni' (steinahleðslunni) á Nokia síma sínum, það var víst nóg til að ásaka okkur. Hann sagði einnig að tilkynnt hefði verið að þrjár svartklæddar manneskjur hefðu gert þetta. Vitni? Já, hvaða vitni?
Tvennt okkar var í haldi í ca rúmlega klukkustund og félagi okkar rúmlega tvær.
Ég væri líka til í að heyra hlið lögreglumanns, en efa að það komi til.
Líka Aktivisti (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:38
Takk fyrir svörin, "Líka aktivisti". Ef eini teningin var fatastíll, og talan 3, hefði kannski mátt innkalla ykkur kurteislega sem vitni eða álíka ?
Morten Lange, 25.6.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.