85 milljón króna tap á einu ári!

Mig langar rétt að minnast á það hróplega misrétti sem ríkir í stjórnmálum á Íslandi. Hér má sjá einhverjar rekstrartölur úr bókhaldi Samfylkingarinnar fyrir árið 2007, þó ekki sundurliðuð framlög frá einstaklingum eða sveitarfélögum. Þetta er eftir að reglur tóku gildi um 300 þúsund kr. hámarksupphæð styrkja frá einum og sama aðila eða fyrirtæki.

Í úrdrættinum kemur fram að framlög frá einstaklingum voru um 15 milljónir og svipuð upphæð kom frá sveitarfélögum. Lögaðilar styrktu Samfylkinguna um 23,5 milljónir og ríkið um heilar 129 milljónir!! Samt sem áður skilaði þessi "ábyrgi" stjórnmálaflokkur tæplega 85 milljón króna tapi á árinu!!!

Borgarahreyfingin er nú í kosningabaráttu þar sem hún leggur höfuðáherslu á gagnsæi, minna flokksræði, bætta stjórnsýslu, almennar lýðræðisumbætur, stjórnlagaþing með þátttöku almennra borgara, gagngera rannsókn á efnahagshruninu sem sakamál og markvissar aðgerðir til bjargar heimilum í landinu. Til að kynna sig og sín mál fær hreyfingin 0 kr. frá ríki og sveitarfélögum og styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum sem varla ná mikið yfir 1 milljón samanlagt. Auk þess þarf Borgarahreyfingin að keppa við þröskulda sem fjórflokkurinn hefur laumað inn í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að tryggja betur stöðu sína.

Ég hvet alla kjósendur til að kynna sér baráttumál Borgarahreyfingarinnar X-O og reyna að hrista upp í gamla flokkakerfinu. Það er því miður víða pottur brotinn í stjórnkerfinu okkar.


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki gott en hollt samt og lýðræðislegt því það liggur fyrir að Borgarahreyfingin lætur ekki kaupa sig. Þetta er ekki alveg rétt hjá þér því nái Borgarahreyfingin meira en

2,5% kjörfylgi þá fær hreyfingin styrk frá Alþingi sem samsvarar því.Mig minnir að 3,7% kjörfylgi gæti skilað því að Borgarahreyfingin fengi 15% af ríkisstyrk til Samfylkingarinnar.Svo nú þarf að taka ákvörðun um að kaupa borða á netsíður, skjáauglýsingar í sjónvarpi og heimsækja elliheimilin.Bjóða ungu fólki í heimsókn eða heimsækja það í skólunum.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi lögbundna mismunun er náttúrulega svínarí og runnin undan rifjum fjórflokkanna...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, það er alveg stórfurðulegt hvað þeir geta karpað mikið á Alþingi um ýmis mál. Þeir virðast allavega vera samtaka í að tryggja völd sín og draga til sín fé!

Sigurður Hrellir, 11.4.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband