Tvístígandi þjóð

Það er ótrúleg sveifla meðal þjóðarinnar í stuðningi eða andstöðu við aðild að ESB. Í könnun sem gerð var í október sl. var töluverður meirihluti sem studdi aðild Íslands að sambandinu en nú virðist dæmið hafa snúist við. Hafa ber í huga að við erum enn jafn langt frá því að fá það upp á borðið hvað hugsanleg aðild hefði í för með sér fyrir land og þjóð - endalaust virðist fólk vera tilbúið að þrátta um keisarans skegg.
 
Að mínu mati er það mikið forgangsmál fyrir okkur að hefja aðildarviðræður sem fyrst og samhliða því skoða alla helstu kosti og galla. Eina rökrétta leiðin er að upplýst þjóð fái að skera úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vill ganga til liðs við sambandið eða áfram að eiga sig sjálf.
  • Í fyrsta lagi hlýtur öll töf að vera slæm hvað varðar framtíðarsýn í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Erfitt er að taka ákvörðun til framtíðar á meðan að óljóst er um stefnu innan eða utan ESB.
  • Í öðru lagi teldi ég mikilvægt að klára aðildarviðræður og umræður um þær fyrir 2012 þegar fiskveiðistefna sambandsins verður endurskoðuð.
  • Í þriðja lagi er nokkuð ljóst að Íslendingar verða af miklum styrkjum frá sambandinu sem gætu nýst til uppbyggingar á ýmsum sviðum nú þegar að svo mikil þörf er á mannaflsfrekum framkvæmdum, sjá færslu mína hér.
  • Í fjórða lagi finnst mér tilvalið að nýta þann mikla áhuga og velvilja Olli Rehn stækkunarstjóra sambandsins okkur til framdráttar. Ekki er líklegt að næsti maður í því embætti verði okkur svo vinveittur.

Ég mun þurfa að sætta mig við úrskurð um þetta mikilvæga mál í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Hins vegar get ég alls ekki sætt mig við að valdamiklir andstæðingar við ESB loki þjóðina áfram inni á biðstofu og hvorki gangi né reki í umræðunni um framtíð landsins.

En eitt virðist alltaf gleymast í þessari tilfinningasömu umræðu hér á landi. Það er að allar 27 þjóðir ESB myndu þurfa að samþykkja umsókn Íslands, hver og ein einasta. Skyldu þær gera það eftir það sem undan er gengið?

Stærsti stjörnusjónauki Evrópu á Kanaríeyjum, styrktur af ESB


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski fer þetta nú bara eftir því hvernig skoðanakannanir eru matreiddar, eins og ég tala um á mínu bloggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, og svo eru skoðanakannanir líka skoðanamótandi. Það mætti t.d. segja mér að nýtt framboð til alþingiskosninga sem fengi 4% í skoðanakönnun fengi strauminn á móti sér á meðan að 6% virkaði á hinn veginn.

Sigurður Hrellir, 2.3.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband