9.12.2008 | 15:43
Það bítur ekkert á BB
Gamli mótmælandinn Öskur Skarphéðinsson hljómar nú eins og tóm tunna þegar hann lætur út úr sér: "Ég segi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Ég útiloka ekkert í þeim efnum". Það vekur með manni ónotahroll þegar gamlir róttæklingar eru farnir að vitna í ummæli Björns Bjarnasonar.
Reyndar er það eftirtektarvert hvað BB virðist lítið vilja ræða við fjölmiðla og borgara þessa lands. Á myndbandinu sást hann banda frá sér spurningum fréttamanna og strunsa sína leið. Ekki sá hann heldur ástæðu til að mæta með félögum sínum á borgarafundinn í Háskólabíói fyrir 2 vikum síðan. Hins vegar er hann búinn að leggja fram frumvarp um almenn hegningarlög sem taka á gildi 1. jan. 2009, sjá umfjöllun hér. Þar er m.a. kveðið á um auknar heimildir lögreglu til valdbeitingar og eignaupptöku og það sem kallað er "forvirkar rannsóknarheimildir". Ætli flestir myndu ekki kalla það hleranir eða persónunjósnir?
Rétt er að minna á að rúmlega 2.500 kjósendur Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi BB strikuðu yfir nafn hans í síðustu kosningum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann fengi áfram að sitja í sæti dómsmálaráðherra. Hér er kominn einlægur aðdáandi repúblikanaflokksins í BNA og G.W.Bush. Fáir kusu hann og enn færri vildu hann. Það bítur ekkert á þennan mann!
Mótmælendur eiga ekki að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna hér! Hér gefur þú mér aldeilis tækifæri til að upplýsast. Takk!
Velkominn til mín sem bloggvinur, Sigurður.
Hlýjar samstöðukveðjur, Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 9.12.2008 kl. 16:34
Ekki líst mér á þessi nýju lög - þau eru ekki í anda þess sem koma skal þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru búnir að missa tökin. Hið nýja Ísland - þar sem opin og lýðræðisleg stjórnsýsla mun ríkja. En ef ekkert mun breytast og spillingar- og gróðaöflin halda áfram í valdastöðum þá mun ekki veita af öflugri óeirðalögreglu (eða ólög og óreglu) og for- og framvirkum rannsóknarheimildum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 11.12.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.