4.12.2008 | 10:07
Den tid, den sorg
Þá vitum við það - Geir hefur tvo kosti og báða slæma. Annars vegar að fara gegn vilja 90% þjóðarinnar, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, Heimdalls, verkalýðsfélaganna og fl. Hins vegar að Davíð fari aftur í framboð.
Hann hlýtur að meta það svo að Sjálfstæðisflokkurinn klofni í tvo eða jafnvel fleiri hluta og að það sé það versta sem gæti gerst. Þannig lætur hann hagsmuni flokksins ganga fyrir hagsmunum fólksins í landinu.
En er þetta annars ekki dæmigert fyrir Davíð - viðtal í Fyens Stiftstiende!? Eins og svo oft áður lætur hann orðin berast manna á milli vitandi að þau rata alltaf rétta leið. Nú ef hann gerir alvöru úr hótun sinni þá verður það bara "Den tid, den sorg".
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Athugasemdir
Af tvennu illu er skárra að hafa karlskrattann alfarið í pólitík heldur en að hafa hann í þessari pólitík sem hann er núna.
Haraldur Bjarnason, 5.12.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.