Farið hefur flón betra

Það þarf greinilega að spúla skrifstofu útvarpsstjóra svo og þeirra yfirmanna sem stjórnmálaflokkarnir hafa í mörgum tilfellum tekið þátt í að troða þarna inn. Sumir þeirra gera lítið annað en að flækjast fyrir og þiggja fúlgur fjár fyrir. 11 æðstu stjórnendur RÚV fengu að meðaltali 850 þúsund í laun á mánuði fyrir síðasta uppgjörsár og fæstir þeirra koma nálægt dagskrárgerð stofnunarinnar nema með afskiptasemi og almennum leiðindum.

Fólk áttar sig ef til vill ekki á því að nýlegar sparnaðaraðgerðir munu hafa mjög mikil neikvæð áhrif á dagskrá RÚV. Af 44 mönnum sem missa starf og verkefni vinna flestir við dagskárgerð, bæði sem fréttamenn, tæknimenn og í leikmyndadeild. Vinnuálagið var mjög mikið fyrir. Þeir sem helst mega missa sín sitja hins vegar enn sem fastast.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband