28.11.2008 | 15:13
Í boði Bláu krumlunnar
Enn er Sjálfstæðisflokkurinn að þrengja að RÚV - núna á að segja upp 44 starfsmönnum (verktakar eru að sjálfsögðu taldir með) en örugglega engum stjórnendum. Frumvarp menntamálaráðherra sem hefur óhjákvæmilegan niðurskurð í för með sér hefur enn ekki verið sent þingflokkunum en samt er búið að tilkynna um niðurskurðinn meðal starfsmanna RÚV - til hvers halda alþingismenn eiginlega að þeir séu?
Alþingi hefur afhent framkvæmdavaldinu alræðisvald og er í raun orðinn kjaftaklúbbur af síðustu sort. Af hverju er þingmennska ekki bara gerð að hlutastarfi - einn dag í viku til að samþykkja frumvörpin sem ráðherrarnir afhenda? Það myndi eflaust sparast milljarður þar eða tveir. Best væri að loka búllunni og opna þar götueldhús.
Útvarpsstjóri þiggur þreföld þingmannalaun fyrir það hlutskipti sitt að vera málaliði "Bláu krumlunnar". Heyrst hefur að hann muni lækka um 10% í launum ásamt öðrum æðstu yfirmönnum RÚV en af hverju er aldrei hagrætt með því að fækka yfirmönnum? Öðrum starfsmönnum er fækkað og munu margir þurfa að taka á sig umtalsverðar launalækkanir.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hætta fyrr en öllu hefur verið komið í þrot?
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.