Björk vs. Björn

Eins og ég hef áður sagt er Björk frábær fulltrúi þjóðarinnar, meira nú en nokkru sinni fyrr. Ég tek heilshugar undir skoðun hennar að Íslendingum beri að ganga til aðildarviðræðna við ESB og taka þátt í sameinaðri Evrópu. Þetta er ekki bara spurning um eiginhagsmuni þjóðarinnar heldur það að friðvænleg Evrópa standi saman á sem flestum sviðum, þ.m.t. umhverfismálum. Íslendingar væru ekki á þessu flæðiskeri staddir ef misvitrir stjórnmálamenn (Davíð og fleiri) hefðu ekki markvisst vílað og dílað með fjöregg þjóðarinnar.  

 

Langisjór

 

Það var aumkunarvert að hlusta á Björn Bjarnason á RÚV rétt í þessu sem vill nú sleikja Bandaríkin upp og leita ásjár hjá þeim. Við Björn og félaga hans í ríkisstjórninni segi ég:

 BURT MEÐ YKKUR OG ALLT SPILLINGARLIÐIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ GERIÐ ILLT VERRA!!!

www.kjosa.is


mbl.is Björk vill að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þú vilt náttúrulega kyssa á vönd Breta og gefa eftir öllum þeirra kröfum? Þú vilt ganga í þetta kúgunar bandalag þar sem hryðjuverkaþjóð er við stjórnvölin. Já Bretar eru hryðjuverka þjóð. ræðst með efnahagslegum árásum á þá sem ekki geta varið sig. Þeir töpuðu margfalt meira á gjaldþroti annarra banka og ekkert heyrðist. núna þegar litla ísland á í hlut þá fara stríðsvélarnar í gang.

Fannar frá Rifi, 6.11.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er þvílík fáránleg della Sigurður að ég efast um að þú vitir nokkuð hvað þú ert að segja. Innganga í ESB mun engu breyta í okkar stöðu annað en að rýra sjálfstæði okkar og sjálfráðarétt. Það hefði heldur engu breytt, þótt við hefðum verið í þessu fasíska glóbalistabandalagi. Áttarðu þig ekki á því. Björk er kjáni. Ekkert anað. Hún er að tala í algerri þversögn við náttúruverndarsjónarmiðin sín. Mundu að til grunns þessara ófara okkar liggja samþykktir sem kröfðust opins fjármálaumhverfis. Samþykktir frá Brussel.

Nú er allt í frjálsu falli, beggja vegna atlandsála og ekki alveg bitið úr nálinni með hvar það endar. Við vorum bara kanarífuglinn í kolanámunni. Einbeitið ykkur heldur að því að tryggja þjóðareign auðlindanna og bjarga því sem bjargað verður í stað þess að vera nytsamir sakleysingjar auðhyggjuaflanna. Þetta er svo húrrahrópandi rugl úr ykkar ranni runnið að ég á ekki orð!

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ómetanlegt er viðhorf þessara þjóða þegar kemur að láninu frá IMF. Hver veit nema að lausnin verði sú að lána okkur nóg fyrir innstæðum Hollendinga og Breta í gjaldþrota bönkum.

Árni Gunnarsson, 6.11.2008 kl. 16:45

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég held að vinur minn hann Jón Steinar og Fannar frá Rifi geri sér ekki raunverulega grein fyrir þeirri stöðu sem við erum komin í. Ég veit vel að EBS er ekkert himnaríki á jörð en flestir viti bornir menn gera lágmarkskröfur um stöðugleika í efnahagsmálum og aðstöðu yfirleitt.

Hér á landi hefur fólki verið haldið í gíslingu stjórnmálaflokka og eiginhagsmunapotara. Lengi vel hafði fólk ekkert val en núna er það liðin tíð. Ef ekkert verður gert til að færa Ísland inn í Evrópu mun skella á fólksflótti af fáheyrðri stærðargráðu.

Það er vitaskuld tómt bull að Ísland þurfi að afsala sjálfstæði og auðlindum. Það þarf einfaldlega að gera samning og þar verður væntanlega hægt að komast að samkomulagi svo að hér verði lífvænlegt og gott samfélag, ekki einhver útkjálka fanganýlenda!

Sigurður Hrellir, 6.11.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var alveg ofboðslega hrifinn af Björk þangað til hún fór að tala um ESB. Sprotadæmið var snilld, en ESB er ekki kostur eins og er.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 09:33

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Villi, býrð þú ekki í Hollandi? Ég veit vel að ESB er ekki til fyrirmyndar á öllum sviðum en af hverju kýst þú að búa innan þess?

Sigurður Hrellir, 7.11.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég á hollenska konu. ESB hafði ekkert með það val að gera. Ég hef hins vegar séð hvernig ESB virkar (ekki) með því að búa í hjarta þess. Hér er kosið um hluti þar til "rétt" niðurstaða fæst og síðan ekki meir. Sé kosið yfir höfuð. Kannski ég skrifi um það einhvern daginn af hverju ESB er ekki rétt fyrir Ísland, en hef ekki tíma í dag. Ef þú spyrð út í ákveðin málefni skal ég svara.

Mig dauðlangar reyndar að búa annars staðar, helst á Norðurlöndunum.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband