Mogginn samur við sig...

Það þyrfti nú bara hreinlega að fá ljósmyndir og telja. Laugardalshöllin tekur 5000 manns. Það þýðir ekkert að segja mér að einungis 1000 hafi verið í göngunni og á Austurvelli. Ég held að fjöldinn hafi verið a.m.k. 2000. Svo var líka töluvert rennerí - fólk kom og fór.
 
"Hörður Torfason ávarpaði lýðinn..." Shocking
 
Það gleymdist víst að segja að haldnar voru þrumandi ræður og að fólk hafi tekið vel undir.

mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég giska á að um 2500 manns hafi verið þarna þegar mest var... 

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 16:28

2 identicon

Bara athyglissýki hjá Kolfinnu og Herði Torfasyni.

Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég var nú ekki var við að Kolfinna hefði sig neitt í frammi. Það er allt of auðvelt að sitja sjálfur heima og segja þá athyglissjúka sem standa fyrir svona viðburðum.

Sigurður Hrellir, 1.11.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

1000 manns að frádregnum ljósmyndurum og forvitnum útlendingum

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 17:11

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Gunnar, taldirðu alla leið frá Reyðarfirði eða trúirðu bara öllu sem stendur í Mogganum? Þarna var á þriðja þúsund manns.

Vésteinn Valgarðsson, 1.11.2008 kl. 19:48

6 identicon

Takk fyrir að minna mig á að segja Moggasneplinum upp á morgun ( gjafaáskriftinni )

ég hætti að telja þegar ég var komin yfir 3000 þetta stig magnandi,spái því að þetta fari yfir 20.000 þús. í feb 2009

annars tóku erlendir fjölmiðlar þetta upp ofan á húsþökunum þarna, enn ég sá hvergi hann Hannes Hólmsteinn ríkisstarfsmann hann verður þarna bráðum þegar farið verður að fækka þeim, kannski að Inga Jóna leyfi honum að troða upp á Listahátíð   

Alla (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar sakar náttúruverndarsinna sífellt um ýkjur og öfgafullan málflutning. Hann sér hins vegar ekki bjálkann í sínu eigin auga eins og títt er um þá sem trúa á eina allsherjarlausn.

RÚV fer líka rangt með staðreyndir. Í kvöldfréttunum kl. 18 var því fyrst haldið fram að fjöldinn hefði verið á milli 1000 og 1500 en síðar í fréttinni voru þeir komnir undir 1000. Svo fannst þeim tilvalið að láta heyrast í einhverjum fáráðnling sem hrópaði og kallaði í fjöldanum. Margt hefur verið sagt að undanförnu um óvandaðan fréttaflutning en þeir á RÚV hafa greinilega ekki tekið það til sín.

Sigurður Hrellir, 1.11.2008 kl. 20:35

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta var þó fyrsta frétt í kvöldfréttum Sjónvarpsins, það mega þeir eiga.

Vésteinn Valgarðsson, 1.11.2008 kl. 21:17

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Á myndum Berglindar sést greinilega mun meiri fjöldi:  http://berglist.blog.is/blog/berglist/

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:29

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var nú bara smá stríðni í mér... vissi að hún myndi svínvirka

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband