Draugagangur í Valhöll

Ég óttast að Sjálfstæðismenn átti sig þrátt fyrir allt ekki á alvöru málsins.  Þetta snýst ekki um einstakar persónur, Davíð Oddsson eða aðra. Ísland sem við þekktum verður ekki til mikið lengur.

Þegar Geir Haarde og félagar hans í ríkisstjórninni eru búnir að bjarga lífi sjúklingsins (ríkisins) þá verður hlutverki þeirra lokið. Endurhæfingin þarf að fara fram með víðtækri aðkomu fólks úr hinum ýmsu þjóðfélagshópum, s.s. háskólasamfélaginu, atvinnulífinu, menntakerfinu, o.s.frv. Það ríður á að hér verði komið á fót nýju lýðræðissamfélagi þar sem gömlu flokkarnir og stjórnunarhættirnir verða lagðir af og allt þjóðskipulag endurmetið með framtíðina að leiðarljósi.

Þetta verður algjörlega afgerandi fyrir það hvort að hér verði fjölbreytilegt menningarsamfélag eftir 10 ár eða niðurdrepandi verksmiðjunýlenda. Það þarf miklu fremur aðkomu heimspekinga en stjórnmálamenn á þessu stigi málsins.

Nú verður endanlega að kveða niður þennan draug sem óvart fylgdi okkur inn í 21. öldina. Flokkaklíkur, bitlingar, fyrirgreiðslupólitík verktakamafíur og fyrirhyggjulausir útrásarvíkingar mega ekki fá að ráðskast með íslenska þjóð framar. Nú þarf að bretta upp ermar og það eru ekki gömlu stjórnmálamennirnir og flokkstengdir steingervingar sem það eiga að gera.


mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þú verður nú að viðurkenna að rétt eins og gömlu bankastjórar Landsbanka og Glytnis eru nú komnir í frí, þá þarf Davíð Oddson og afgangur af bankastjórn Seðlabankanns að fara í frí. Eftirlaun... Eða hvað sem þú villt kalla það.

Á sama tíma held ég að við verðum að VIRKJA þetta útrásarafl. Þetta var gott á meðan á því stóð. Nú þurfum við bara að stana betur að þessu. Skipta kr út fyrir evrur (eða CHF) og koma okkar málum á hreynt.

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Krossgötur í dag hér, góður þáttur.  Setti hann í tónspilarann á blogginu mínu líka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.10.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, það gefur augaleið að Davíð verður að víkja. Í hans stað þarf að finna hæfan hagfræðing en ekki einhvern annan afdankaðan stjórnmálamann. Þessum pólitísku stöðuveitingum verður að linna!

Lára Hanna, ég hlustaði á Krossgötur (helminginn) og fannst efnið afar áhugavert. Bæði ætti reynsla Finna af hruninu 1992 að gefa okkur ástæðu til bjartsýni og svo held ég að kvenleg nálgun í viðskiptum sé líka það sem koma skal. Reyndar held ég að kvenleg nálgun í stjórnmálum sé líka það sem við þurfum mjög á að halda núna. 

Sigurður Hrellir, 11.10.2008 kl. 21:07

4 identicon

Það er alveg með ólíkindum að sjá þessa persónudýrkun sem birtist gagnvart Davíð hérna á blogginu, þarf þessi maður að koma landinu endanlega til helvítis áður en fólk fattar út á hvað þetta gengur? Frjálshyggjudelarnir eru enn í afneitun og svo kemur Davíð fram og þykist hafa verið algjörlega á móti þessu öllu saman. Þetta er maðurinn sem bjó þetta umhverfi til. Þetta er maðurinn sem með orðum sínum kom stærsta fyrirtæki landsins á hausinn. Þetta er maðurinn sem í fleiri ár og við mörg tækifæri talaði um hve bankarnir væri góðir og hve einkavæðingin hefði tekist vel til svo þegar Ingibjörg stakk upp á því í Borgarnesræðu sinni 2003 að þessum fyrirtækjum væru settar leikreglur var það Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð í forsæti sem hló þessa tillögu út af borðinu. Síðan vill ég að bókhald flokksins verði opnað, ég vill að öllum steinum verði velt og leitað í öllum þúfum og menn látnir sæta ábyrgðar. En enn og aftur þá er þessi persónudýrkun grátleg og lýsir þessum litlu sálum ansi vel. Ég viðurkenni það svo sem að ég kaus þennan mann einu sinni en það eru áratugir síðan enda var ég fljótur að átta mig á fyrir hvað hann stendur.

Valsól (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:29

5 identicon

Já ég hef lengi talað fyrir því í mínum kunningjahópi að það vanti kvenlega nálgun í pólitíkina hjá okkur, er fyrir löngu búinn að fá leið á þessu leynifélagafíling sem einkennir íslenska pólitík.

Valsól (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sammála....kominn tími á algerlega nýjar hugmyndir og nýtt ferskt fólk. Gömlu klíkugildin eru dauð...vonandi!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband