9.9.2008 | 09:58
Rafmagnslaust á Sultartanga!
Það tók einungis hálftíma að koma rafmagninu á í Reykjavík. Ekki verður sama sagt um Sultartangavirkjun.
Á sama tíma og Landsvirkjun rifjar upp 30 ára gamlan draum um virkjun við Friðland að Fjallabaki stendur 120 MW virkjun við Sultartanga óvirk og framleiðir alls enga orku. Hún er einungis 8 ára gömul og greinilegt að eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis fyrst að báðir spennarnir hafa gefið sig. Ljóst er að gífurlegir fjármunir tapast því nýir spennar fást ekki afgreiddir nema með 1 árs afgreiðslufresti.
Fyrirhuguð Bjallavirkjun myndi hins vegar einungis framleiða 46 MW og "skarta" lóni sem væri 30 ferkílómetrar að stærð (3000 hektarar) á svæði sem er vissulega ósnortið. Það er því ekki út í hött að álykta að hugmyndinni sé ætlað að draga athyglina frá öðrum virkjanakostum og dreifa athygli náttúruverndarfólks.
Rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Gott að Kárahnjúkairkjun geti komið að gagni í Reykjavíkurhreppi, - þrátt fyrir óvægna gagnrýni í hennar garð frá hreppsbúum.
Benedikt V. Warén, 9.9.2008 kl. 10:33
Já Benedikt, við skulum vona að þið séuð vel "spennt" þarna í Fljótsdalnum.
Sigurður Hrellir, 9.9.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.