Undirskriftasöfnun græna karlsins

Það er varla sæmandi að fara af stað með svona undirskriftasöfnun án þess að nokkur félagasamtök eða nafngreindir einstaklingar standi að baki hugmyndinni. Maður veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi ætli að koma undirskriftunum á framfæri í nafnlausu bréfi eða undir dulnefni.

Ekki er heldur gott að átta sig á því hvað felst nákvæmlega í ályktuninni því að hún er bæði klisjukennd og innihaldslaus. Ríkisstjórnin virðist síður en svo vera að slá af nýtingu orkuauðlinda og er því vandséð að þörf sé á hvatningu sem þessari. 

Manni dettur helst í hug að hinn óstöðvandi græni gangbrautarljósakarl sé aftur kominn á stjá. Eftirlifandi Framsóknarmenn iða örugglega í skinninu að komast aftur í Umhverfisráðuneytið og halda áfram á sömu braut og Siv og Jónína.


mbl.is Vilja nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er hvorki með haus eða hala. Einhver hulduher - furðulegt hvað Mogginn hampar þessari ekki frétt. Orðalagið er svo almennt að það segir engum neitt. Eigum við að koma einhverju svona af stað og sjá hvort Moggi birtir?

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.9.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hjálmtýr,

Það mætti halda að viðkomandi skammist sín fyrir framtakið. Kannski er þetta Sturla Jónsson í félagi við gröfustjóra?

Mogginn er samur við sig. Ég gleymi því seint hvað Staksteinar bölsótuðust í Ómari og Íslandshreyfingunni síðustu dagana fyrir kosninarnar 2007.

Sigurður Hrellir, 8.9.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mogginn skiptir um ham rétt fyrir kosningar og leggst í hatramma kosningabaráttu. Þess á milli er hann yfirleitt ágætur og fjallar með opnum huga um flest mál.

Sigurður Hrellir, 8.9.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband