6.9.2008 | 23:41
Pungfýla
Ég sé hér heilan herskara af miðaldra körlum á ýmsum aldri dissandi fyrsta umhverfisráðherrann sem ekki er viljalaust verkfæri flokksforystu og sérhagsmuna. Þarna hafið þið pólitíkus sem fylgir sannfæringu sinni og reynir að efna þau fyrirheit sem flokkurinn gaf kjósendum í aðdraganda síðustu kosninga.
Umhverfisráðherrann er kona. Er það kannski mergurinn málsins?
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spiladós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- ak72
- malacai
- volcanogirl
- arikuld
- alla
- formosus
- baldvinj
- bergursig
- biggijoakims
- birgitta
- rafdrottinn
- dofri
- dorje
- elvira
- folkerfifl
- geimveran
- gragnar
- hallurmagg
- hallibjarna
- heidistrand
- skessa
- hildurhelgas
- kht
- gorgeir
- hlini
- hlynurh
- imbalu
- kulan
- kreppan
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- photo
- leifur
- konukind
- landvernd
- larahanna
- vistarband
- mortenl
- manisvans
- leitandinn
- ragnar73
- ragjo
- runirokk
- salvor
- samstada
- shv
- steinibriem
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- savar
- nordurljos1
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vga
- tibet
- vest1
- kreppukallinn
- oktober
- gustichef
- aevark
- omarragnarsson
- oskvil
- thorsaari
- tbs
- andres08
- astajonsdottir
- baldvinb
- gattin
- ding
- lillo
- bofs
- ingaragna
- fun
- jonarnarson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- kristbjorghreins
- liljaskaft
- ludvikludviksson
- duddi9
- sigurduringi
- siggith
- stjornlagathing
- kreppuvaktin
- valgeirskagfjord
- vignir-ari
- villibj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 23:48
Heill og sæll; Sigurður, og aðrir skrifarar !
Var; fyrir stundu, að koma úr sturtu, svo ég tek ekki fyrirsögn þína, til mín, Sigurður minn.
En,...... komum að kjarna málsins, Sigurður. Þórunn er sama helvítis liðleskjan, og afgangurinn, af Haarde liðinu. Og annað; hví mælir þú ekki með, stórauknum fiskveiðum, sem og eflingu landbúnaðar, Sigurður minn ?
Virkjana brjálæðið er jú; keppikefli frjálshyggjukapítalistanna, vina Þórunnar, og gættu að. Þú ert velkoninn, í raðir okkar hvítliða, sem viljum berja á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, meðal annarra flokka, og endurreisa hið gamla Ísland, úr höndum þessarra óféta, hver nú fara með völd, með svikum og prettum.
Með þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:57
Ég sem núverandi landsbyggðarbúi á ekki orð yfir þann blinda ameríkukapitalisma, sem hér ríður húsum. Þingmenn vilja flytja þungaiðnað út á landsbyggðina eins og ameríkanar flytja hann til kína. Það er nógu gott í kjaftinn á landsbyggðinni að vinna í álgúlögum og einsleitu atvinnuumhverfi. Hefur mönnum ekki dottið í hug að þessi stefna geti hreinlega fælt restina frá landsbyggðinni. Er sá atgerfisflótti kannski það sem stefnt er að? Halda þeir að lífgæðin liggi í launaumslögum? Fólk vill hreint og mannlegt umhverfi, fjölbreytni og samhæfingu þá er byggir heilbrigt bæjarlíf. Það yrði meira upp úr ferðamennsku að hafa, ef menn bara hefðu viljann til að setja smá aur í það. Það þarf enga byltingu, bara auknar áherslur á fjölbreytni.
Álverð stýrist algerlega af stríðsrekstri. Þörf fyrir ál er að hverfa fyrir koltrefjum, sem sennilega verða dóminerandi eftir 10-15 ár. Álver hafa ruðningsáhrif á annað atvinnulíf og síðan kúgunarvald á orkuverð. Nú eru álrisarnir meira að segja farnir að myndast við að kaupa orkuframleiðsluna hér! Hver er framtíðarsýn þessara manna? Hver er virðing þeirra fyrir manneskjunni? Hvað drífur þessa helvítins vitleysinga áfram? Það er algerlega komið nóg. Hvers vegna á fólkið ekki lengur fulltrúa á þingi? Nú verða menn að fara að vakna. Það er ekki nóg að ein manneskja sé samkvæm sjálfri sér þar. Hinir eru það ekki og allar þær virkjanir, sem eru á blaði verða framkvæmdar, ef menn stöðva ekki álgeðveikina og fara að koma með tillögur til annarskonar og nátúruvænni kosta. Þeir eru nógir. Við höfum ekki fyrir vöxtunum af lánum fyrir virkjunum úr þessum iðnaði.
Fulltrúar sjálfstæðisflokks eru landráðamenn og föðurlandssvikarar, ekkert minna. Þeirra hagsmunir eru ekki hagsmunir fólksins í landinu, heldur sinna eigin.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 00:15
Samkvæmni er svo ekki kynbundið fyrirbrigði Hrellir. Það veistu vel.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2008 kl. 00:17
Þórunn er eini umhverfisráðherrann sem hefur gert gagn. Hún vex í áliti hjá mér með hverjum degi.
Þórunn og Jóhanna Sig eru ekki öfundsverðar af föruneytinu sem þær þurfa að sitja fyrir með á myndum. Þvílíkur félagsskapur!
Óskar Helgi: Stjórn fiskveiða og landbúnaðar á Íslandi er einn stór harmleikur og bjartsýni mín á breytingar í þeim málum fer stórum þverrandi. Þessir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar berjast í bökkum vegna skuldsetninga. Þarna hefur ríkisvaldið hindrað framtak einstaklingsins með ógnarvaldi og rökum vísinda og markaðslögmála snúið á hvolf til ábata fyrir þá sterkustu. Sem urðu sterkir á grundvelli forgjafar í báðum tilvikum.
Þetta er andtyggilegt, svívirðilegt og auk þess móðgun við mannlega reisn og mannlega skynsemi.
Árni Gunnarsson, 7.9.2008 kl. 00:22
Komið þið sæl; á ný !
Þakka Árna; sem ætíð, varðstöðu góða, sem þjóðlega samkennd, í hvívetna, þótt ei séum sammála, um eigindir, eða óartir ráðherra fyrirbrigðanna.
Jón Steinar ! Þú átt einnig; verðskuldað þakklæti inni hjá mér, fyrir snöfurmannleg skrif, sem einurð alla.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:33
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Stóriðjustefna íslenskra stjórnmálaflokka minnir óhugnanlega á sovétska fyrirsjárhyggju. Svo þykist þetta lið vera talsmenn frjálshyggju og einstaklingsfrumkvæðis. Manni svelgist nú á af minna tilefni!
Það býr stórkostleg orka í þjóðinni sem leysa þarf úr læðingi. Svo fremi sem grunnþjónustan er í lagi og hlúð er að nýsköpun og hvers konar sjálfsbjargarviðleitni er einskis að kvíða. Draumurinn um eina allsherjarlausn á öllum vanda drekkir hins vegar allri frumkvöðlastarfsemi og útsjónarsemi. Svo ekki sé talað um virðingarleysi fyrir náttúrunni!
Svo þakka ég Óskari Helga gott boð en held tæpast að skoðanir mínar rími almemmt vel við Hvítliðana.
Sigurður Hrellir, 7.9.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.