20.4.2008 | 10:57
DAUÐANS LIÐ!?
Í umræðuþætti á Sjónvarpinu (RÚV) fyrir rétt rúmu ári síðan lýsti Lárus Vilhjálmsson því yfir að Íslandshreyfingin vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta (núverandi) kjörtímabili. Þetta kom töluvert á óvart og var líklega í fyrsta sinn sem svo afdráttarlaus stuðningur við inngöngu var orðaður.
Ýmsir sáu ástæðu á sínum tíma til að fjalla um þessa yfirlýsingu á neikvæðum nótum, m.a. Staksteinar Moggans. En í ljósi umræddrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins má hins vegar líta svo á að Lárus og Íslandshreyfingin hafi verið framsýnni en aðrir stjórnmálaflokkar.
Er það ekki dapurlegt hvað helstu stjórnmálaleiðtogar okkar draga í sífellu mikilvægar ákvarðanir og skortir næmleika og framtíðarsýn? Hversu lengi ætlar Geir H. og Sjálfstæðisflokkurinn að skella skollaeyrum við óskum viðskiptalífsins og þjóðarinnar allar? Guðni og Framsókn? Og hvað með Steingrím J. og VG? Evrópusambandið mætti teljast stærstu umhverfissamtök í heimi en samt hugnast Steingrími ekki að ganga til liðs við þau! Og Samfylkingin situr sem fastast í ríkisstjórn sem hefur ekki aðildarumsókn á stefnuskrá sinni.
Hvaða dauðans lið er þetta eiginlega á Alþingi!??
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Athugasemdir
nákvæmlega!
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:53
Ég bý í EU og sé enga ástæðu fyrir íslendinga að æða hérna inn. Grasið er ekkert grænna hérna megin, þótt veðrið sé það. Það sem íslendingar þurfa eru betri stjórnmálamenn og það fá þeir ekki með EU aðild. Það er bara spurning með að hugsa málið áður en kosið er næst, ekki bara kjósa það sem maður hefur alltaf kosið af því maður hefur alltaf kosið það.
Villi Asgeirsson, 2.5.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.