Talsmaður svarar ekki!

Ef marka má þessa frétt á mbl.is þá held ég að trukkakarlar ættu að fá sé nýjan talsmann hið snarasta og hætta við öll frekari mótmæli. Sturla Jónsson er greinilega ekki maður sem hægt er að taka alvarlega eða eiga í samningaviðræðum við. Almenningsálitið hefur snúist gegn þessum hópi manna eftir að fólk fór að gera sér grein fyrir því hvað lækkun olíugjalds myndi í raun og veru þýða. Kostnaður af viðhaldi vega á að vera í sanngjörnu hlutfalli við notkun og trukkabílstjórar eiga að sjálfsögðu að greiða umtalsverðan hlut. Fólk vill heldur ekkert eiga það á hættu að mæta dauðþreyttum og hálfsofandi bílstjórum á vegum úti. Nóg er um vandræðalegar uppákomur þeirra nú þegar.
mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Rétt hjá þér - Kæru bílstjórar, sjáiði nú að ykkur og fáiði ykkur einhvern aðmennilegan PR-mann. Sturla er ekkert búinn að gera fyrir ykkur nema að skemma ykkar málstað með einhverjum stælum.

Guðni Þór Björgvinsson, 9.4.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Þórður

Það þarf þessa bíla til þess að , t.d koma vörum fram og til baka , flytja öll þau efni sem til þarf vegna allra framkvæmda sem eru í gangi þarna í höfuðborgarsvæðinu. Ef þið eruð orðnir of þreyttir til þess að keyra eftir 5-6 stunda vinnu, þá verðið þið að leita ykkur hjálpa. Held að í flestum til fellum þar sem menn eru að gleyma að taka niður pallana á bílunum séu menn að tala í síma og gleyma sér, hefur ekkert að gera með syfju. Má vera rétt að þá skorti betri talsmann, en ég hef ekki rekist á það en að það þýði eitthvað að tala við ráðamenn þjóðarinnar og ef það er gert þá gera þeir bara illt verra. 

Þórður, 9.4.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband