HÚN Á HRÓS SKILIÐ!

Lára Hanna á mikið hrós skilið fyrir sitt óeigingjarna framlag. Það er meiri töggur í henni en flestum starfandi stjórnmálamönnum sem stunda tilgangslaust hnútukast á fullum launum. Ég hvet alla til að taka áskorun hennar og senda inn athugasemd vegna umræddrar breytingar á Aðalskipulagi Ölfuss.  Athugasemdir verða að vera skriflegar og undirritaðar og sendast eigi síðar en á þriðjudaginn 13. maí. Samhjóða athugasemd þyrfti einnig að berast í tölvupósti til <sigurdur@olfus.is>

Sveitarfélagið Ölfus
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn

Mín athugasemd er hér fyrir neðan og má hver sem er nýta hana og gera að sinni:

 

Athugasemd við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2002-2014.

Ég undirritaður hafna fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulaginu þar sem einstöku útivistarsvæði á náttúruminjaskrá við Bitru/Ölkelduháls yrði breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun.
 
Ég tel að þessi áform opni fyrir framkvæmdir sem muni verulega draga úr gildi mun stærra svæðis til útivistar og náttúruskoðunar. Ljóst er að alls kyns mannvirki og aðskotahlutir verða sýnilegir í landslaginu auk þess sem að mikil hávaðamengun og útblástur brennisteinsvetnis truflar verulega upplifun þeirra sem um svæðið fara í þeim tilgangi að njóta friðsemdar úti í náttúrunni. Með stórauknum íbúafjölda á höfuðborgarsvæinu hlýtur það að teljast vafasamt að fórna svæði sem þessu undir iðnaðarsvæði og þar með að minnka aðgengi að óspilltri náttúru í nágrenni Reykjavíkur.
 
Þar sem að um er að ræða land í eigu ríkisins tel ég að sveitarfélagið Ölfus hafi ekki siðferðislegan rétt til að ráðstafa því á þennan hátt. Samningur sá sem Ölfus gerði við Orkuveitu Reykjavíkur þann 28. apríl 2006 gefur ástæðu til að óttast að ekki eigi að virða skoðanir og athugasemdir almennings eins og lög kveða á um og er þessum framgangsmáta hér með einnig mótmælt.



mbl.is Berst gegn Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband