Friðhelgar trukkabullur?

Það er augljóst af atburðum síðustu daga að bílstjórar njóta algjörra forréttinda hjá lögreglu og yfirvöldum. Ekki hefur verið blásið til atlögu gegn þeim þrátt fyrir marg ítrekuð brot og að þeir hafi stórlega tafið vegfarendur og sett daglegt líf fólks úr skorðum. Ekki sér lögreglan heldur mikla ástæðu til að sekta þá sem leggja bílum sínum dagsdaglega ólöglega í miðborginni eða láta fjarlægja bílana þó að þeir séu bæði íbúum og öðrum til ama.

Hins vegar eru þeir handteknir sem mótmæla með gulum treflum heimsókn kínversks harðstjóra svo og þeir sem mótmæla stórfelldum umhverfisspjöllum á hálendinu. Einnig er fólk sektað fyrir ýmsar misalvarlegar sakir eins og að kasta af sér vatni á almannafæri þó að það sé að vísu hið besta mál.

Nú þarf lögreglan að láta sverfa til stáls og handtaka þessar trukkabullur.


mbl.is Bílstjórar mótmæla við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Já Siggi, það er löngu kominn tími á þessa ribbalda. Helst þyrfti að gera bílana þeirra upptæka og bjóða þeim reiðhjól til afnota því þeir hafa sýnt það og sannað að þeim er ekki treystandi fyrir stórum bílum.

Og takk fyrir síðast, þó ég muni ekki alveg hvenær það var :-)

Jonni, 9.4.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Að sjálfsögðu á að taka af þeim bílprófið við síendurtekin umferðalagabrot.

Ólafur Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þess vegna er nauðsynlegt að fjölga í sérsveitinni.  Það þarf svona 200 manns í hana, til að taka hart á öllum mótmælum, berja þau niður af hörku strax í fæðingu.

Allir sem eru á öðru máli en valdhafarnir verða sendir í endurhæfingu á Breiðavík.  Vegna þess að valhafarnir vita hvað er best fyri okkur öll.  Ekki halda öðru fram, annars koma 200 manns, með rafbyssur, og stuða þig.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband