Hvað ætlum við að gera?

Fleiri álver og olíuhreinsunarstöð - Alcoa, Century, Exxon, Lukoil, Gazprom og Shell standa í biðröð að fjármagna næsta umhverfisskandal á Íslandi.

Fyrirtækin Geostream og dótturfélagið Katamak-NAFTA eru í góðum samböndum við olíurisana. Ísland er þar nefnt neðarlega í löngum lista yfir verkefni sem flest eru í Síberíu, Úralfjöllum og Kazakhstan (sic!). Á heimasíðu Íslenska olíuhreinsifélagsins (hvað varð um hátæknina?) má lesa að 73% íslensku þjóðarinnar sé ekki mótfallin hugmyndinni um olíuhreinsunarstöð og 80% Vestfirðinga séu henni hlyntir. Einnig kemur þar fram að engir umhverfislegir þættir standi í vegi fyrir framkvæmdinni í Arnarfirði eða Dýrafirði (þótt ótrúlegt megi virðast) og að sveitastjórnir á þessum stöðum fari með ákvörðunarvald sem gangi allt mjög hratt fyrir sig. Whistling 

Er ekki eitthvað bogið við þetta allt saman? Hér fara menn varla út á næsta götuhorn án þess að nota til þess bensín- eða olíuknúinn bíl. Olíuverð er hátt og undanfarna daga hafa flutningabílstjórar og jeppaklúbburinn 4x4 gert vegfarendum lífið leitt eins og allir vita. Við berjumst við hrikalegan viðskiptahalla sem að hluta orsakast af olíuinnflutningi. Brennsla olíunnar leiðir svo af sér mengun og mikinn útblástur koltvísýrings sem er mjög dýr og óæskilegur munaður á 21. öldinni.

Hér á Íslandi er framleidd "hrein" raforka í stórum stíl sem hæglega mætti nýta sem "eldsneyti" á bílaflotann. En í stað þess að stefnt sé að því er mestöll raforkan nýtt í álver og stóriðju og svo á að pota niður olíuhreinsunarstöð á einum fegursta stað landsins til að hægt sé að fá hingað enn meiri olíu. Það er eitthvað í þessu dæmi sem bara alls ekki kemur heim og saman. Mættum við biðja um framsýnni og metnaðarfyllri stjórnmálamenn! Einhverja sem standa við gefin loforð!!!


mbl.is Öfgarnar aukast segir Al Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Góður Siggi...

vona að bréfið sem honum var afhent í gær innihaldi eitthvað af þessum upplýsingum...

það var í meira lagi óþægilegt að heyra lofrulluna um landið og fjasið um endurnýtanlega orku frá okkar ágæta forseta sem er duglegur að sýna tvívíða mynd af landsins gæðum og okkar hlutverki í umhverfismálum... best væri nú að styðja við þá sem reyna að sporna við állandinu...

Birgitta Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Fólk ætti að kynna sér The Heidelberg Appeal sem var kyntur 1992 á ráðstefnunni Eearth Summit

í Rio de Jaeiro og undirritaður af 425 starfandi vísidamönnum þar á meðal 72 Nóbelsverðlauna

höfum í vísindum, þar sem varað er við að láta embættis menn koma fram í nafni vísinda í pólitískum

tilgangi (IPCC). Fjölmiðlamenn hafa ekki mikin áhuga á því plaggi enda ekki hægt að spinna neinar

sensasíónir út frá því.

Leifur Þorsteinsson, 8.4.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband