23.3.2008 | 13:58
Páskaguðspjallið 2008
Það hlýtur að vera tímanna tákn hvað efnið hefur orðið andanum yfirsterkara á því herrans ári 2008. Í stað þess að minnast kvalarfulls dauðdaga JKJ fyrir rúmum 2000 árum og fórnar hans fyrir allt mannkynið minnumst við nú þeirrar miklu velmegunar sem við sjáum nú í baksýnisspeglinum og íhugum þá fórn sem við mörgum okkar blasir ef allt fer á versta veg.
Á tímum sem þessum væri óneitanlega uppörvandi ef helstu framámenn þjóðarinnar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjórar kæmu með skýr skilaboð um aðgerðir til að minnka spennuna og auka bjartsýni. Hins vegar minna viðbrögð þeirra óneitanlega á viðbrögð G.W.Bush þann 11.9.2001 þegar hann sat sem fastast í skólastofu barnaskóla nokkurs og virtist ekki hafa neitt betra að gera þrátt fyrir að hafa tvívegis með 15 mínútna millibili fengið skilaboð um að árás hefði verið gerð á BNA.
En við verðum bara að bíða og sjá hvort þetta reddast ekki einhvern veginn, ekki satt?
Eitraður vogunarsjóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hagfræðingur sagði mér fyrir nokkrum árum það sem mig grunaði, að íslenska efnahagsundrið væri spilaborg. Í gangi hefur verið gegndarlaus áróður afla sem talað hafa fyrir sérstöku frelsi sölumanna og því að smækka ríkið (lýðræðið) niður í músarrindil sem er ófær um að takast á við neitt. Því miður hefur verið stór hópur í meðvirkni með þessum kenningum, að sölubrellur séu lausnin á öllum vandamálum. Annars vitum við nú vel að sólin heldur áfram að skína og fréttaflutningur sem er svona einskorðaður við "peningafréttir" er vísir á villugötur.
Ólafur Þórðarson, 24.3.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.