Löngu tímabært að sekta

Hverju eru verið að mótmæla? Er það ekki annars vegar háu eldsneytisverði og hins vegar reglum um hvíldartíma vöruflutningabílstjóra? Ríkisstjórnin ræður víst engu um þær ES-reglur sem segja til um þann hámarkstíma sem flutningabílstjórar mega aka samfleytt. Væri ekki nær fyrir þá að fara til Brussel og loka nokkrum breiðgötum þar?

Hækkunin á eldsneytisverði orsakast af gengisfalli krónunnar og hækkun á heimsmarkaðsverði. Halda bílstjórarnir að ríkisstjórninni sé í lófa lagið að kippa þessu í liðinn? Að vísu væri hægt að lækka svonefnt olíugjald (sem hefur ekkert hækkað í nokkur ár) til að slá aðeins á verðið en við það myndi gífurlegur kostnaður við viðhald á vegum færast í auknum mæli yfir á öll okkur hin sem sum hver ferðumst um á reiðhjólum, almenningssamgöngum eða fótgangandi. Hvaða réttlæti væri það?

Því miður finnst mér þessi mótmæli kjánaleg og af því að þau bitna mest á saklausum vegfarendum eru þau illa hugsuð og bera vott um skammsýni og eigingirni. Það á skilyrðislaust að sekta fyrir svona framferði, bæði "atvinnumótmælendur" og líka alla hina umhverfissóðana sem leyfa sér að stöðva umferð með stóru jeppunum sínum.

Svo segja þeir að þjóðin styðji þá 100% í þessum aðgerðum!? 


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú fer að verða tímabært að loka fyrir vegina að efnisnámunum, sem þessir menn eru að keyra efni frá.  Loka öllum þessum námum, þá held ég að annað hljóð kæmi í strokkinn.

Fólki er hætt að finnast það sniðugt að vera hýrudregið fyrir að mæta of seint til sinnar vinnu, vegna þessa manna.

 Menn eiga að hafa vit á að hætta og fara í viðræður við þá sem eitthvað hafa með þessi mál að gera en ekki skeyta skapi sínu á almenningi, sem hefur ekkert til saka unnið.

Gef skít í svona vinnubrögð !!!! 

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:38

2 identicon

Svo nú geta þeir sagt að 99,9993% styðji þá í þessum aðgerðum!(Þá reikna ég með að konan þín styðji við bakið á þér)

Haukur Ó. Ottesen (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Auðvitað getur ríkisstjórnin gert ýmislegt í þessu trú bara varla að fólk styðji þá ekki það er allavega meirihlutinn sem styður við bakið á þeim þar á meðal ég.

Eyrún Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 00:13

4 identicon

jahérnahér... það er löngu kominn tími á að mótmæla. Hér er valtað yfir mann fram og til baka á þessu litla skeri...væri meira segja til í harðari mótmæli, mér finnst þessi voða lítil og sæt. Kommon, einu eggi kastað í alþingishúsið (og verið að rannsaka það... KOMMON!!!).. það er til skammar, hefðu átt að kasta miiiiiklu fleiri eggjum á þetta ljóta hús, og skvetta málningu á það líka (hvort sem er ljótt á litinn) og hellst sprengja allt helvítis klabbið upp (hvort sem er sjónmengun...hehe), þarna inni sitja aðeins krimmar og sötra koníak allann daginn og monta sig af stóru skúffunum sínum...!!! þetta lið má fjúka fyrir mér

áfram bílstjórar !!!

Solla (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Konan mín er nú vön að hafa eigin skoðanir á flestum hlutum. Að vísu finnst mér í þessu tilfelli líklegt að hún sé sama sinnis og ég en hún myndi örugglega orða það á diplómatískari hátt. Annars held ég að Haukur hafi gleymt að telja Guðmund með í útreikningi sínum

Sigurður Hrellir, 4.4.2008 kl. 00:30

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er sammála Sollu um að það er löngu kominn tími til að mótmæla. Það er bara svo dæmigert fyrir íslenska þjóðarsál að mótmæla dýru bensínverði. Af hverju mótmælir fólk ekki okri á matvöru? Áfengi? Hvernig dómstólar taka (ekki) á kynferðisbrotamönnum? Hrikalega háum virðisaukaskatti á flestum hlutum? Ósvífnum flokkspólitískum embættisveitingum? Meðferð verktakafyrirtækja á gömlum húsum í miðbænum? Ég gæti haldið lengi áfram...

Vandamálið er að mótmælendur eiga ekki að láta aðgerðir sínar bitna á blásaklausum vegfarendum. Skítt með það þó einhver kasti eggi í Alþingishúsið!  

Sigurður Hrellir, 4.4.2008 kl. 00:42

7 identicon

Ji minn, ég gæti ekki verið meira sammála þér Sigurður minn. Að öðru leyti hef ég engu við þetta að bæta hjá þér, vildi bara benda á að þið getið lækkað þessa prósentutölu. Svona svo við höldum nú aðeins áfram að tala um hana.

krummi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband