27.11.2007 | 08:56
"Frjálslyndir" græða á femínistaleysi
Það mætti segja mér að þessi höfnun femínista hafi skilið eftir laus sæti sem Egill kaus að fylla með fólki sem tengist "Frjálslynda" flokknum. Í síðasta þætti voru Grétar Mar Jónsson og læknirinn Lýður Árnason að tjá sig um jafnréttismál. Vikuna þar á undan sátu bæði Magnús Þór Hafsteinsson og Arnþrúður Karlsdóttir og uppýstu álit sitt á innflytjendamálum. Að vísu var þar líka einn ágætur femínisti innflytjendum til varnar, að vísu karlkyns. En af hverju skyldi Egill vera orðinn svo forvitinn um skoðanir "Frjálslyndra"?
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Athugasemdir
Varstu að spila rasistaspilið á eigill ?
Alexander Kristófer Gústafsson, 27.11.2007 kl. 19:06
Egill er hugsanlega karlremba en F-listann styður hann varla, o nei.
Sigurður Hrellir, 27.11.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.