Menn flýja ekki fortíð sína svo glatt.

Ofurbloggarinn Öskur Skarphéðinsson óskaði sjálfum sér og öðrum viðstöddum virkjanasinnum til hamingju með að vera að setja lokapunktinn á bak við deilurnar um Kárahnjúkavirkjun. Hann virtist nokkuð kotroskinn karlinn og bara sáttur við sinn hlut, en eins og margir muna studdi hann á sínum tíma ásamt flestum flokkssystkinum sínum mestu hryðjuverk Íslandssögunnar í frægri atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Ég er ekki svo viss um að deilunum sé lokið enn. Leyndinni sem hvílir yfir kostnaði við framkvæmdina, hagkvæmni, verðmæti framleiðslunnar (orkuverðinu) og síðast en ekki síst meðferð á starfsmönnum verður ekki haldið um ókomna framtíð. Víst má telja að margt athyglisvert eigi eftir að líta dagsins ljós.  

Sjá einnig hér.


mbl.is Kárahnjúkavirkjun gangsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Já Sigurður - menn flýja ekki svo glatt staðreyndir.

Þetta Kárahnjúkaverkefni er okkar tæknimönnum sem að því komu til mikils sóma og álitsauka og þeim er í dag við gangsetningu Fljótsdalskirkjunnar (Kárahnjúka) óskað innilega til hamingju með vel unnin störf og við getum verið stolt af þeim- það er ekki málið

Málið er hin pólitíska hlið þessarar ákvörðunar, að ryðjast í þetta verkefni með þeim flumbrugangi sem liggur ljós fyrir. 

Allar frumrannsóknir - hundsaðar- virtir jarðavísindamenn og líffræðingar með yfirburða þekkingu á svæðinu - einskis virtir- mikilsverðum rannsóknaskýrslum stungið undir stól og falið fyrir Alþingi Íslendinga á mikilvægum púnkti- Umhverfisráðherra (Siv F) snýr neikvæðum úrskurði skipulagsstóra við- allt í þágu þessa verkefnis tveggja pólitíkusa sem þá öllu réðu í landinu.

Og nú liggur alveg ljóst fyrir samkvæmt Landsvirkjun- að verkefnið er langt í frá á kostnaðaráætlun- sem var grunnforsenda framkvæmdarinnar-- með öðrum orðum virkjunin verður rekin með verulegu tapi næst 30-40 árin... og við skattgreiðendur borgum. 

Álverið á Reyðarfirði er með allt sitt á þurru og græðir á tá og fingri og flytur hagnaðinn í sína sjóði erlendis.

Svona má aldrei aftur gera... 

Sævar Helgason, 30.11.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Afsakið sein viðbrögð. Þessi frétt fór í mig. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera stoltur af þessu verki. Væri ég í hans sporum, hefði ég fengið einhvern annan til að setja virkjunina í gang. En það er líka svo að væri ég í hans sporum, hefði ég aldrei stutt virkjunina á sínum tíma.

Villi Asgeirsson, 3.12.2007 kl. 06:49

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er einn af þeim sem var tvístígandi í afstöðu til Kárahnjúkavirkjunar, en hinsvegar harður á móti því að virkja og mynda uppistöðulón við Eyjabakka. Ég horfði til ávinnings fyrir atvinnulíf og mannlíf á Austurlandi. Auðvitað er slíkt mat eins og að bera saman epli og appelsínur. Vart ásættanlegt að þurfa að fórna nokkru í náttúrunni fyrir atvinnuuppbyggingu, eða hvað. Hvenær er fórnin of stór, þar liggur minn efi í málinu. Finnst reyndar að jákvæðu áhrifin á mannlíf, bjartsýni og uppbyggingu á Austurlandi hafi verið meiri en ég bjóst við. Vöruverð orðið sama á Egilsstöðum og Reykjavík með tilkomu Bónus. Húsasmiðjan og fleiri að opna stærri verslanir. Veitingastaðir og fjölbreytt þjónusta. Síðast en ekki síst húsnæðið á þessu svæði er nú metið til verðs.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 18:55

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnlaugur, það er óumdeilanlegt að tilkoma álversins og virkjunarinnar hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á Mið-Austurlandi. Vandamálið er að þessara jákvæðu áhrifa gætir ekki nema í næsta nágrenni við framkvæmdirnar. Íbúar á syðri og nyrðri hluta Austurlands sátu hins vegar eftir og hafa jafnvel talað um neikvæð áhrif á þeirra svæðum. Þensluáhrifa gætir um allt land við lítinn fögnuð þeirra sem borga húsnæðislánin sín reglulega.

Landsvirkjun fjárfesti fyrir 120.000 milljónir í Kárahnjúkavirkjun. Í viðbót fjárfesti Alcoa fyrir  tugi milljarða í álverinu, ég hef ekki tölur á reiðum höndum. Það er ekkert skrýtið að uppbygging á Mið-Austurlandi hafi verið gífurleg. Þjóðin fórnaði miklum náttúruverðmætum og klofnaði í tvennt í afstöðu sinni. Ég vona bara að bjartsýni Austfirðinga hafi verið alls þessa virði.

Sigurður Hrellir, 11.12.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband