Samsæriskenning!

Þeir sem láta sig umhverfismál miklu varða hafa sumir tekið þann pól í hæðina að amast ekki við virkjanahugmyndum við Hverahlíð. Ástæða þess er væntanlega sú að hin virkjunin sem fyrirhuguð er við Bitru er mun alvarlegra mál og myndi spilla þar stórkostlegu svæði sem er mikið notað til gönguferða og útivistar.

Það er ekki þar með sagt að fólk eigi að gleypa það að Hverahlíðarvirkjun verði reist. Ekki má gleyma því að áhrifin af henni verða mikil, bæði sjónræn og hljóðræn, en einnig á formi loftmengunar(brennisteinsvetnis) á höfuðborgarsvæðinu og CO2.

Það læddist að mér sá grunur að ef til vill væru áformin um Bitruvirkjun gerð til að taka athyglina frá Hverahlíðarvirkjun. Þetta trix hafa byggingaverktakar notað með töluverðum árangri að undanförnu, sækja um leyfi fyrir 16 hæða húsi en eru í raun að gera ráð fyrir að fá leyfi fyrir 12 hæðum.

Við megum ekki gleyma að þessar virkjanir eru ekki nauðsynlegar fyrir fólkið í landinu, heldur eru þær fyrirhugaðar vegna álvers Norðuráls sem rísa á í Helguvík!

 - Munið að senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 9. nóv. - 

 www.hengill.nu


mbl.is Umhverfisáhrif Hverahlíðarvirkjunar ekki umtalsverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband