Nú reynir á Samfylkinguna í umhverfismálum

Það er ánægjulegt að Landvernd skuli vera farin að láta meira til sín taka í sambandi við matsferli á umhverfisáhrifum. Nýjasta dæmið með álverið í Helguvík og meðfylgjandi framkvæmdir vegna orkuöflunar sýnir hvernig framkvæmdaaðilar geta sett af stað snjóbolta sem erfitt er að stöðva.

Í fyrsta lagi hlýtur það að vera óeðlilegur framgangsmáti að hagsmunaaðilar semji sjálfir matskýrslur um áhrif eigin framkvæmda á umhverfið. Réttara væri að opinberir aðilar eða háskólastofnanir ynnu skýrslurnar á kostnað þeirra sem sækjast eftir framkvæmdaleyfi.

Í öðru lagi er það ámælisvert að framkvæmdirnar séu ekki skoðaðar heildstætt og að gefið sé leyfi fyrir byggingu stóriðju sem ekki hefur verið útveguð orka fyrir. Þetta setur vissulega þrýsting á kerfið og fyrir bragðið er líklegra að leyfi fáist fyrir virkjunum og línulögnum þó að neikvæð umhverfisáhrif fylgi með í kaupunum.

Nú reynir á nýjan umhverfisráðherra vegna kæru Landverndar og trúverðugleika Samfylkingarinnar í að standa vörð um náttúru landsins.

- Munið að senda inn athugasemdir vegna fyrirhugaðra virkjana á Hengilssvæðinu fyrir 9. nóv. -
 

 

 


mbl.is Landvernd kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband