Sjaldan launar kálfur ofeldið

OR virðist nú stefna sömu leið og Landsvirkjun, að verða ríki í ríkinu. Það á greinilega ekki að láta kjörna borgarfulltrúa komast upp með að skipta sér af málefnum hennar og gjörningum, þó svo að fjölda spurninga hljóti enn að vera ósvarað.

Af hverju var boðað til þessa mikilvæga fundar með einungis dags fyrirvara þó svo að ljóst væri að það stangaðist á við reglur? Af hverju höfðu kjörnir fulltrúar okkar ekki verið upplýstir um 20 ára skuldbindingu fyrirtækisins og skyldur sem henni fylgdi? Kaupréttarsamningarnir?
 
Að öðru: Ég gerði mér ferð í blíðskaparveðrinu í gær upp á Hellisheiði til að skoða með eigin augum fyrirhugaðan virkjunarstað OR þar sem áform eru uppi um að byggja jarðvarmavirkjun við Ölkelduháls (Bitruvirkjun). Sannast sagna varð ég fyrir áfalli því að þarna eru náttúruverðmæti engu lík. Það er að vísu búið að bora þarna einhverjar tilraunaholur með tilheyrandi raski, en þeir sem hafa ekið að Hellisheiðarvirkjun hafa séð og HEYRT að ein fullbyggð jarðvarmavirkjun útilokar algjörlega stórt svæði þar í kring sem útivistarsvæði. Hávaðinn er yfirþyrmandi, rör og línur út um allt og meira að segja hefur aðgangur fólks verið stórlega takmarkaður um svæðið. Ekki held ég að fjölskyldan frá Kolviðarhóli hefði óskað sér þess grafreits sem þau hvíla í ef þetta hefði verið fyrirsjáanlegt (sjá myndir neðar á síðunni).

Ég hvet alla sem láta sig útivist einhverju varða að kynna sér málið og senda inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar, ekki seinna en 8. nóvember. Sett hefur verið upp heimasíða til að auðvelda fólki að gera athugasemd: www.hengill.nu - þar er líka mikið úrval mynda frá svæðinu og tenglar á efni sem þessu tengjast.

- ÞAÐ ER SKYLDA FÓLKS AÐ TAKA AFSTÖÐU Í ÞESSU MÁLI -

Viljum við náttúruna fyrir okkur eða viljum við fórna henni fyrir stóriðju???


mbl.is Orkuveitan vill vísa máli Svandísar frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband