Eru þetta fulltrúar okkar?

Það er svo sannarlega tímabært að þessi hagsmunatengsl komi upp á yfirborðið. Áhrifamenn í Framsóknarflokknum eru mjög stórtækir í fyrirtækjum sem hafa hagnast verulega á byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Hellisheiðarvirkjun, s.s. HRV, verkfræðistofan Hönnun og tengd fyrirtæki með Eyjólf Árna Rafnsson í fararbroddi.

Reyndar þyrfti í leiðinni að kanna hagsmunatengsl við menn innan Sjálfstæðisflokksins en sú skoðun myndi örugglega leiða margt áhugavert í ljós...


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru að sjálfsögðu ekki fulltrúar okkar.  Spillingin hefur engin pólitísk landamæri lengur.  Björn Ingi grætur krókódílatárum með þyrnikórónu skammarinnar á höfði og með þriggja milljóna kaupréttarsamning á undirverði í vasanum.  Alfreð kippir í spottana í þessu ótrúlega farsakennda brúðuleikhúsi.  Eitt hafa þessir dregnigir allavega tryggt með framferði sínu í nýafstöðnu valdaráni í borginni: Í næstu koningum mun sjálfstæðisflokkurinn aftur ná einræðiskosningu í borgini og eignum hennar verður breytt í veð fyrir hömlulausri lántöku vitfirrtra fjárfesta. Svo þegar blaðran springur, þá förum við á uppboð í kolaporti frjálshyggjunnar og endum sem leiguþý erlendra lénsherra.  Sjálfstæðið og sjálfræðið farið, Orkan, fiskurinn, landgæðin, vatnsrétturinn, landgrunnið og meira að segja helvítis andrúmsloftið er orðið veðhæft í þessum póker! 

Þetta er spurning um að kalla hlutina réttum nöfnum og éta ekki hugtökin hvert upp fyrir öðru. Þeir kalla þetta einkavæðingu en það sem þetta heitir í raun er Landráð, föðurllandssvik og þjófnaður.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skora á þig Hrellir að taka saman pistil um þessi tengsl og birta hér á blogginu.  Við erum of gjörn á að bíða eftir að einhver annar gangi fram fyrir skjöldu í mikilvægum málefnum.  Ég get sagt þér af hverju Björn Ingi grét.  Hann sá að ferli hans var lokið í stjórnmálum, því eðli hans var orðið opinbert. Hann er sekur um að þiggja þýfi og einnig að ljóst er orðið að honum er stjórnað af hagsmunaöflum utan borgarstjórnar og lýðræðisreglna. Alfreð viðurkenndi í útvarpsviðtali í gær að hafa haft hönd í bagga í valdaráninu. ´Það er búið að kveikja ljósin í bakherbergjunum og nú er það okkar að skyggnast um og segja frá hvers við verðum áskynja.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég reikna alltaf með að það séu einhverjir svo vel inni í þessum málum að þeir geti fyrirhafnarlítið romsað upp hvernig þetta hangir allt saman. Vandamálið er að fólk hefur oft svo miklar áhyggjur af eigin stöðu og að lenda á einhverju svörtum listum. En það þarf kannski bara að bretta upp ermarnar og hefjast handa....

Sigurður Hrellir, 13.10.2007 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú gerir þessa samantekt, þá skal ég ábygjast hana og birta undir nafni á mínu bloggi...ég býð líka öðrum, sem kjósa nafleynd í slíku að gera hið sama.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband