13.10.2007 | 12:03
LÆRIÐ AF REYNSLUNNI
Ég óska hinum nýja borgarstjóra góðs gengis í starfi sínu en vona að hann líti vandlega yfir farinn veg og haldi ekki áfram á sömu braut og R-listinn sálugi. Þá útrýminarherferð gamalla húsa í miðbæ Reykjavíkur sem lögð var blessun yfir í valdatíð R-listans þarf að stöðva og í stað þess að leggja drög að enduruppbyggingu húsanna svo að sómi sé að. Einnig þarf að breyta út af þeirri ömurlegu stefnu að láta umferðaræðar skera í sundur hverfi og leyfa fólki að komast á milli staða á vistvænan hátt. Hringbrautin er ömurlegt minnismerki um R-listann og það að einkabíllinn hefur fengið forgang fyrir fólkinu. Nú er tækifæri til að viðurkenna mistökin og gera betur.
Félagshyggjan er komin til valda í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.