Ég læt mér standa á sama

Því miður er allt of stór hluti þjóðarinnar því marki brenndur að láta sér sífellt standa á sama. Þegar fjársterkir og oft á tíðum gráðugir aðilar seilast sífellt lengra í að vaða yfir landið á skítugum skónum, ypptir fólk bara öxlum og lætur sig það litlu varða.

Fjölmiðlar bera hér mikla ábyrgð og eru langt frá því að vera hlutslausir í umfjöllun sinni og dagskrárstefnu. T.d. sýndi RÚV ohf fyrir nokkrum dögum mynina "Er hnatthlýnun gabb?" (e. The great global warming swindle), sérlega ósvífna áróðursmynd sem reynir að gera sem minnst úr áhrifum manna á hlýnun jarðarinnar. Þeir hafa hins vegar látið það eiga sig að sýna öllu vandaðri og umtalaðri mynd Al Gore "An invonvenient truth" þar m.a. eru skoðaðar ástæður þess að sumir sjá hag í að halda áfram á feigðarbrautinni.

Einnig má nefna íslenskar myndir sem ekki hafa hlotið hljómgrunn í dagskrá Sjónvarpsins, t.d. mynd Ómars Ragnarssonar "Meðan land byggist" og mynd Páls Steingrímssonar "Land of solitude". Báðar þessar myndir fara gagnrýnum orðum um virkjanastefnu stjórnvalda og mætti vel hugsa sér að það sé ástæðan fyrir áhugaleysi RÚV ohf. Hins vegar hafa þar verið sýndar einar 6 myndir framleiddar fyrir Landsvirkjun þar sem dregin er upp jákvæð mynd af framkvæmdunum á hálendinu fyrir austan.

Það hlýtur að vera umhugsunarefni að miðill í ríkiseigu sem hefur svo mikil skoðanamyndandi áhrif sé ekki hlutlaus og reyni markvisst að útiloka gagnrýnisraddir umhverfissinna. Er þetta ef til vill brot á tjáningafrelsi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála. Og ég er ákveðinn í því að láta mér ekki standa á sama.

Sjónvarpið er þrælpólitísk stofnun og ætlað að vera það. Þar er séð um að halda að fólki þeirri innrætingu sem stjórnvöldum er þóknanleg. Auðvitað ætti að selja þetta apparat því það fylgir engri þjóðlegri menningarstefnu. það gerir hinsvegar ríkisútvarpið sem mér finnst til fyrirmyndar þó ég sé nú ekki alltaf sáttur við tónlistardeildina.

En út í hafsauga með sjónvarpið.

Árni Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur. Að vísu ber ég í brjósti veika von um að einn góðan veðurdag fái Sjónvarpið það menningarlega sinnaða yfirstjórn að það færi að rækja hlutverk sitt eins og það er orðað í lögunum: www.althingi.is/altext/133/s/0773.html

Þar segir m.a. að útvarpsþjónusta í almannaþágu feli í sér

 - að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.

og

 - að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.

Ég er hræddur um að Sjónvarpið eigi langt í land. 

Sigurður Hrellir, 2.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband