Persónukjör

Kosningalögin gefa kjósendum færi á útstrikunum og/eða að breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem valinn er. Gallinn er sá að fáir nýta sér þessa möguleika, enda þurfa mjög margir að breyta listum sínum á svipaðan hátt til að það hafi eitthvað að segja. Einnig er hætta á því að kjörseðlar verði ógildir, t.d. ef strikað er yfir nafn á öðrum lista en þeim sem valinn er.

Kjósendur vilja samt greinilega hafa eitthvað meira um það að segja hvaða fólk það kýs, ekki bara flokka. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni haustið 2012 var beinlínis spurt að því hvort persónukjör í alþingiskosningum ætti að heimila í meira mæli en nú er. Um 78% þeirra sem afstöðu tóku studdu það en Alþingi hefur hingað til hunsað þann skýra þjóðarvilja.

Í júní 2014 skipaði forseti Alþingis vinnuhóp til endurskoðunar á kosningalögum. Hópurinn fékk það verkefni að skoða tiltekin mál en hvorki persónukjör né atkvæðavægi var þó að finna á verkefnalista nefndarinnar. Tekið var sérstaklega fram að í heildarendurskoðun kosningalaga yrði ekki ráðist fyrr en lagaatriðum er lúti að kosningum yrði breytt í stjórnarskrá. En þar stendur hnífurinn í kúnni og ákveðnir flokkar lýst sig andvíga breytingum. Því kusum við enn og aftur til Alþingis samkvæmt kerfi sem við sjálf kröfðumst breytinga á en fulltrúar okkar stöðva. Það er ekki í anda lýðræðis.


mbl.is Fólk hvatt til útstrikunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki líka mögulegt að fleiri nýti sér ekki útstrikanir, vegna þess að meirihlutinn er sammála uppröðuninn? 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 10:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var hægt að telja þá með sem krossuðu nei við fyrstu spurningu í þjöðaratkvæðagreiðslunni og krossuðu svo líka við aðra liði? Geta slíkir seðlar talist gildir?

Hve hátt hlutfall svarði já við fyrstu spurningu? Ertu með niðurstöðurnar við hendina.

Eitt enn..

Af hverju var ekkert spurt um framsal ríkisvalds, sem mesti styrinn hefur staðið um? Mikilvægasta ákvæðið af öllum þeim breytingarákvæðum sem um er rætt.

Tillögur ráðsins voru sendar Feneyjanefndinni til umsagnar og skilaði hún áliti sínu 2013 og gaf henni falleinkun m.a. vegna fyrirvara við þessa 111. Grein.

Hér er álitið.

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Þetta er ástæðan fyrir að málið stöðvaðist, því upphaflegt markmið stjórnarskrárbreytinga var að ná þessu framsali fram.

Ertu búinn að gleyma því hvernig og hvers vegna og til hvers þetta stjórnarskrármál byrjaði 2009?

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 10:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Telur þú að verið se að samþykkja tillögur stjórnarskrárráðs með svari við gildishlöðnum spurningum um fimm atriði af 113 breitingagreinum?

Telur þú að þeir sem svöruðu já við fyrstu spurningu hafi kynnt sér til hlýtar allar þessar 113 greinar og akilið samhengi þeirra?

Af hverju var þessi gagnrýni Feneyjanefndarinnar aldrei birt fólki? Í kaflanum um utanríkismál tæta þeir hann í sig.

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 10:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að nefna að þáttaka í þessari kosningu var undir 50% og ef taldir eru frá þeir sem sögðu nei við spurningu eitt, þá má segja að samþykkir séu rétt ríflega 30% kjósenda.

Þegar kosið er um lög er varða algera uppstokkun grunnlaga þjóðarinnar finnst þér það ábyrgt af þér að segja að 78% þjóðarinnar hafi viljað það í ljósi tölfræðinnar?

Málið er að ríflega helmingu þeirra sem voru á kjörskrá tóku ekki meira mark á þessu en svo að þeir mættu ekki á kjörstað. Það les ég sem skýra andstöðu við þessi áform hjá meirihluta þjóðarinnar.

Allt setup þessara kosninga var í meira lagi vafasamt og ógrundað.

Greinin um auðlindir í þjóðareigu var gulrotin og lýðskrumið sem blekkti restina af kjósendum á kjörstað. Í því samhengi má nefna að auðlindir eru skilgreindar sem sameign þjóðarinnar í öllum lögum er varða þær. Ráðstöfunarvaldið verður áfram sem áður í höndum alþingis. 

Það er blekking að segja að verið sé að flytja þetta vald "til fólksins". Það er ekki verið að flytja neitt vald. Það er og verður í höndum alþingis.

Hægt væri að færa valdið nær fólkinu með að setja skilyrði um þjóðaratkvæði gegn öllum meiriháttar raðstöfunum þessara auðlinda sem og eigna rikissjóðs. Það er ekki í tillögum ráðsins og því er þetta atriði besta falli lýðskrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 11:08

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Jón. Ég skal svara þessu eins eftir getu.

1) Hvort meirihlutinn sé sammála uppröðuninni get ég varla fullyrt um. Flestir flokkar nýta sér prófkjör til uppröðunar á lista. Það er vel kunnugt að mikil smölun tíðkast í prófkjörum og því mætti vel draga þá ályktun að niðurstaða þeirra sé ekki ýkja lýðræðisleg. Hins vegar yrði niðurstaða kosninga þar sem kjósendur sjálfir raða á listana væntanlega mun lýðræðislegri, bæði vegna þess að mun fleiri réðu niðurstöðunni en líka vegna þess að í prófkjörum flokkanna er mjög bjagað úrtak, jafnvel fólk sem styður allt aðra flokka.

2) Niðurstöður talningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni er að finna hér:
https://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/frettir/nr/7990
Þar sem ég er eingöngu að fjalla um persónukjör hérna, þ.e. spurningu 4, þá ætla ég ekki að tala svo mikið um hinar spurningarnar. Fólk hafði val um að svara ákveðnum spurningum og öðrum ekki, alveg eins og þau hefðu fengið 6 kjörseðla í hendur í stað eins með 6 spurningum. Hvað varðar spurningu 4 svöruðu henni 78.356 játandi og 21.623 neitandi. Þannig tóku 99.979 afstöðu og þar af voru 78,4% fylgjandi auknu persónukjöri.
3) Það er enginn vafi á því að kjósendur lýstu stuðningi sínum við að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Síðan þá er búið að tala út og suður um það hvað orðalagið nákvæmlega þýði en staðreyndin er allavega sú að íhaldssamari öfl vilja ekki nýja stjórnarskrá og tala því um að ekki megi umbylta stjórnskipuninni og að full sátt þurfi að ríkja um breytingar. Það samræmist ekki niðurstöðunni úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ég er algjörlega ósammála því að spurningar hafi verið gildishlaðnar en þó sammála að spyrja hefði mátt um fleiri atriði. Í mínum augum er fráleitt að þetta sé eitthvað samsæri til að koma okkur í ESB og bendi bara á sí-endurtekinn vandræðagang í stjórnskipun landsins hér á heimavelli. Gamla stjórnarskráin er afar ófullkomin, sem dæmi er þar grein um Landsdóm en ekkert um Hæstarétt. Ekkert er fjallað um ríkisstjórnir, hvað þá stjórnarmyndun. Því geta ráðamenn að mörgu leyti sjálfir ráðið því hversu langt valdssvið þeirra nær. Í höndum tækifærissinnaða stjórnmálamanna, pópúlista eða siðblindingja er þetta mjög hættulegt.

4) Að lokum, þetta með Feneyjanefndina. Það er ekki satt að álit hennar hafi aldrei verið birt, þú birtir tengilinn sjálfur. Einnig er til íslensk þýðing einhvers staðar á vef Alþingis. Vandinn er bara sá að stjórnarskráin er fyrst og fremst pólitískt plagg og ástæða þess hve illa gengur að endurskoða hana er ekki lagalegs eðlis heldur beinhörð pólitík og miklir hagsmunir undir. Þessi ágreiningur snýst fyrst og fremst um völd; hvaðan valdið sprettur, hvernig því er úthlutað, hvaða takmarkanir eru á því o.s.frv. Einnig snýst þetta um grundvallar mannréttindi, auðlindir og meðferð þessara mála. Stjórnarskráin þarf vissulega að endurspegla almennan þjóðarvilja, vera auðskilin og í takt við tímann. Sú gamla fullnægir ekki þessum skilyrðum.

Sigurður Hrellir, 3.11.2016 kl. 11:43

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mér finnst líka mjög leitt þegar sumir tala sífellt gegn nýju stjórnarskránni sem einhverju ESB-samsæri. Segjum sem svo að Evrópusambandið lognist endanlega út af. Það myndi ekki breyta miklu varðandi mikilvægi þessa máls. En úr því að þú nefnir 111. greinina, Jón, þá birti ég hana hér. Þar stendur alveg skýrt að þjóðin hafi síðasta orðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig er það ekki núna.

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

Sigurður Hrellir, 3.11.2016 kl. 11:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sagði einmitt það Sigurður. Feneyjanefndin hafnaði drögunum einmitt vegna þessara fyrirvara. Nefndin gerir fjölda annarra athugasemda við plaggið.

Mér finnst það svona borderline þöggunartaktík að orða tal um tengsl ESB umsóknar og stjórnarskrármáls við samsæriskenningar. 

Hvers vegna heldur þú að bráðabirgðarstjórnin hafi beðið um álit ESB á stjornarskrárdrögum frjáls og fullvalda ríkis? Bæði er lagt var af stað og þegar drögin voru klár.

Tengill á frétt á Vísi frá 2009 ætti að nægja þér til að skilja að málin tengjast órjúfanlega. Þetta er upphafið að málinu.

Upphaflega átti að þvinga nauðsynlegar breytingar í gegn með að breyta stjórnarskránni og kjósa að nýju. Það stoppaði Framsókn með því að skilyrða stuðning sinn við braðabirgðarstjórnina því að efnt yrði til Stjórnlagaþings. Þar hurfu áform um að ganga í sambandið á 6-8 mánuðum.

Forgangurinn ruglaðist og þess vegna þetta eindæma klúður í báðum málum. Ólíkt öllum öðrum umsóknarríkjum var beðið með að opna erfiðustu kaflana er varða valdaframsal til að kaupa tíma fyrir niðurstöðu í stjórnarskrármálinu. Þegar álit Feneyjanefndarinnar kom þá féllu bæði málin því heimildir til framsals meina það að gerðir séu samið yrði um þau atriði fyrr en stjórnarskráin leyfði það. 

Samfylkingin leiddi þessi frá upphafi og Samfylkingin stöðvaði þau strax og álitið barst. Það var hinsvegar aldrei útskýrt, heldu logið til um ástæður.

Þeirra markmið var frá upphafi eingöngu að ná fram breytingum sem heimiluðu inngöngu. Þjóðin gleymdi ástæðunni í öllu moldviðrinu um stjórnlagaþing og lýðskrumsherferðina "þjóðfund" sem var ekkert annað en ómerkileg hópeflisæfing án niðurstöðu. 

Rýniskýrslur um kafla er varða framsal hafa aldrei verið opinberaðar, en þar mun væntanlega aftur ítrekað að framsal ríkisvalds skorti. Um það snerist þetta og hefur alltaf snúist hvað sem dreymnir og gleymnir sófabyltingarmenn segja.

Það sem ég er að segja þér um upphaf og ástæður þessa máls, ekki af því að ég haldi að stjornarskráin gamla þyrfi ekki einhverja andlitslyftingu, heldur vegna þess að þú skilur ekki eðli málsins og ástæður þess að ekki hefur gengið betur að koma því áleiðis en reynd er. Ný drög uppfylla ekki markmiðin með breytingunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 12:34

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

...ólíkt öðrum umsóknarlöndum var beðið með að opna erfiðustu kaflana þar til síðast...

...átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 12:38

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi smölun, þá er massíf smölun í gangi hjá öllum flokkum fyrir kosningar, það kallast kosningabarátta. Það að þú teljir það skekkja myndina lýsir, viljandi aða óviljandi, vantrú þinni á kjósendum. Þú líkir þeim nánast sem viljalausa sauði sem láta segja sér fyrir verkum.

Þetta held ég að stafi meira af óánægju þinni með niðurstöðuna frekar en að einhver galli sé á lýðræðinu.

Ég er samt á því að menn eigi ekki að hefja kosningarbaráttu þegar kosið er í forvali og raðað á lista. Það er ósmekklegt og ósiðlegt. Þetta gerðust Píratar m.a. Sekir um framar öðrum. Kannski skorti upplýsingar eða reynslu þar, veit ekki, en af einhverjum ástæðum fór þetta val úr böndunum.

Lýðræðið er brothætt og mjög svo organískt ferli. Það er þó ekki svo vegna einhvers samsæris valdstjórnarinnar. Við verðum bara að ræða það sem miður fer og reyna að bæta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2016 kl. 12:52

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kæri Jón, ég get vel fallist á að sumt í þessu ferli var klúðurslegt og hefði sjálfur kosið að svo væri ekki. En við erum ekki ein um það að eiga erfitt með að útkljá erfið pólitísk deilumál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Bexit er nærtækt dæmi þar sem ráðgefand þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin. Úrslitin voru mjög slæm, ekki vegna þess að rúmur meirihluti kaus með útgöngu, heldur vegna þess að umræðan var mjög ýkt og pólariseruð og mjótt var á munum. Úrslitin voru líka mjög ólík eftir mismunandi svæðum. Í Skotlandi voru einungis 38% fylgjandi útgöngu og skiljanlega skapar þetta illleysanlegt vandamál. Á Gibraltar voru einungis 4% fylgjandi útgöngu! Núna rétt áðan fréttist svo af því að dómari hafi ákveðið að breska þingið þurfi að samþykkja útgönguna. Þannig gætu þingmenn brugðið á það ráð að láta niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lönd og leið og fullyrt hitt og þetta til að réttlæta það, t.d. að breska pundið hafi nú þegar hrapað og að fylgjendur Brexit hafi farið með staðlausa stafi um kosti útgöngunnar.

Þú vitnar mikið til álits Feneyjarnefndarinnar. Álit hennar er gott og gilt svo langt sem það nær en það ber þess merki að ekki sé djúpur skilningur á hinni pólitísku stöðu hér. Nefndin taldi m.a. rétt að afnema málskotsrétt forseta Íslands, nokkuð sem stjórnlagaráð þorði ekki einu sinni að leggja til, enda hafði Þjóðfundurinn 2010 ályktað að halda ætti í hann. Það var reynt að taka mið af áhersluatriðum Feneyjarnefndarinnar og skilaði þingnefnd frumvarpi sem var að nokkru leyti frábrugðið tillögum stjórnlagaráðs með tilliti til þess.

Að lokum þetta, þú talar um gildishlaðnar spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem ég er algjörlega ósammála. Sjálfur ert þú sjálfur mjög gildishlaðinn í þínum málflutningi og ferð út og suður miðað við tilgang og innihald pistilsins sem snýst um persónukjör. Gæti verið að þú upplifir skrif mín sem árás á einhvern stjórnmálamann eða flokk sem þú styður?

Sigurður Hrellir, 3.11.2016 kl. 13:15

11 identicon

Ísland er ekki þingræði, heldur lýðræði.  Þingið hefur rænt valdinu af almenningi, og meinar almenningi um það vald sem þeim ber. Svo, það er ekki hægt að segja annað, en að almenningur séu sauðir að vissu leiti, þó "værukærir" væri rétta orðið ... þeim var fengið í hendur lýðræði, og glopruðu "allri" eign sinni í hendur einstakra hagsmuna afla, sem vafasamt er að hafi "þjóðina" fyrir brjósti.

Persónukjör, er það eina sem er "rétt" á Íslandi ... að mínu mati.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 21:49

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þar sem Jón vísaði oft til skýrslu Feneyjanefndarinnar er hún hér í íslenskri þýðingu:
http://www.althingi.is/pdf/Feneyjanefnd_skyrsla_isl.pdf

Það er ekki rétt sem Jón segir að tillögur stjórnlagaráðs hafi fengið falleinkun hjá þessari nefnd. Hins vegar tilgreinir nefndin ýmislegt í tillögunum sem þurfi að skoða nánar og annað sem nefndin fagnar sérstaklega. Ég gat ekki fundið þessa hörðu gagnrýni nefndarinnar á 111. gr. um framsal ríkisvalds sem Jón tiltekur sérstaklega.

Sumt af því sem nefndin gagnrýnir sýnir afar takmarkaðan skilning hennar á viðhorfum Íslendinga til valdhafa. Í 83. málsgrein stingur hún t.d. upp á því að forseti verði ekki þjóðkjörinn heldur kjörinn "af hálfu stórrar nefndar stjórnmálamanna, sveitastjórnarmanna og þingmanna". Slíkt yrði aldrei tekið í mál á Íslandi.

Sigurður Hrellir, 3.11.2016 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband