Bremsur

Hver myndi vilja aka hringveginn á bremsulausum bíl? Myndu ekki flestir láta laga bremsurnar áður en lagt er af stað með fullan bíl af fólki?

Það vantar bremsur í lýðræðið hjá okkur. Okkar sjálfra vegna og afkomenda okkar vegna getum við ekki látið stjórnmálaflokka útdeila afnotum af auðlindum landsins til langs tíma eða selja ábatasöm fyrirtæki í sameign þjóðarinnar nema að víðtæk sátt ríki um slíkt.

Hvernig á að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu? Stöðva umdeild virkjanaáform á hálendinu? Eða olíuvinnslu sem ógnar lífríki hafsins? Með því að hlekkja sig við vinnuvélar eða pramma? Það þýðir lítið að fara með bænaskjal til Bessastaða í hvert sinn þegar ráðamenn misnota vald sitt. Þá er vissara að hafa lýðræðið í lagi.

Úr nýju stjórnarskránni:
"Allt ríkisvald sprettur frá þjóðinni og beitir hún því annaðhvort beint eða fyrir milligöngu handhafa þess."
"Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt."
"Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi."
"Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi."
"Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.... Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn."



Látum laga bremsurnar áður en það verða alvarleg slys.

Bílvelta


mbl.is Um 40 erlendir fjölmiðlar fylgja Pírötum eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband