Hvar eru þingmenn Íslandshreyfingarinnar?

Þegar lög um kosningar til Alþingins voru endurskoðuð árið 2000 var sakleysisleg setning í 108. gr. svo hljóðandi: "Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu".  Tilgangurinn með þessari grein hefur nú komið í ljós og geta tæplega 6000 kjósendur Íslandshreyfingarinnar "þakkað" þingmönnum úr flestum flokkum þá framsýni að ræna þá 2 fulltrúum á Alþingi. Í ljósi þess að hér skipta 2 fulltrúar öllu máli um það hvort að stjórnin stendur eða fellur og stóriðjustefnan sömuleiðis, hljóta menn að velta því fyrir sér hvort að völva hafi á sínum tíma verið fengin til að sjá fyrir um úrslit kosninganna 2007.


Einnig má færa ágæt rök fyrir því að umtalsverður hópur kjósenda hafi látið fæla sig frá því að kjósa Íslandshreyfinguna út af áðurnefndri 5% reglu. Í aðdraganda kosninganna var ráðist að okkur úr öllum áttum og fullyrt að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni gætu hæglega fallið dauð niður. Hjörleifur Guttormsson og ritsjóri Morgunblaðsins urðu skoðanabræður í þetta eina sinn ásamt mörgum öðrum stjórnmálamönnum sem opinberuðu skort sinn á lýðræðishugsjónum.

www.islandshreyfingin.is 


mbl.is Búið að ganga frá gögnum í þremur kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvernig er það, ætlaði Íslandshreyfinginn sér ekki meira ein 5% í kosningunum?  Það er alltaf talað um eins og þessi lög voru sett, til að klekkja á Íslandshreyfingunni.

Sem betur fer, fer engin á þing af þessu samsulli Íslandshreyfingarinnar - enda furðulega blanda þar á ferðinni.  

Lögin voru væntanlega gerð til að koma í veg fyrir skrípaframboð, sem Íslandshreyfingin var að lokum.   

Guðmundur Björn, 16.5.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Guðmundur, mér sýnist að þú hafir ekki haft fyrir því að kynna þér stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar. Þar eru engir skrípakarlar á ferð. Hins vegar mætti vel finna þeim sem ætla sér staðfastlega að sitja í ríkisstjórn án þess að hafa til þess umboð kjósenda viðeigandi nafn.

Sigurður Hrellir, 16.5.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband