12.9.2015 | 22:37
Það sem Ólafi Ragnari finnst andlýðræðislegt
Ólafur Ragnar telur það andlýðræðislegt að láta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar fara fram samhliða forsetakosningum næsta sumar. Varla getur það þó talist andlýðræðislegra en að kjósa um stjórnarskrárbreytingar í bland við allan loforðaflaum stjórnmálaflokkanna í alþingiskosningum? Svo ekki sé nú minnst á hversu andlýðræðislegt það er að efna til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá og virða svo niðurstöðurnar algjörlega að vettugi.
Fræðimenn ósammála forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Hafi ég skilið forsetann rétt snérust efasemdir hans um að kosið yrði um verulega breytt hlutverk forsetans um leið og um forsetann sjálfan. Ræður fólk sig ekki venjulega í vinnu þar sem starfslýsing liggur fyrir?
Herbert Guðmundsson, 12.9.2015 kl. 23:52
Herbert, frambjóðendur myndu í öllu falli vera vel meðvitaðir um það sem kosið væri um, og væntanlega þurfa að gera grein fyrir afstöðu sinni. Enginn er neyddur til að bjóða sig fram og það er ekki eins og það sé verið að kjósa um að taka upp fallöxi fyrir óvinsæla þjóðarleitoga.
Sigurður Hrellir, 13.9.2015 kl. 00:09
Ertu að segja að Ólafur sé óvinsæll forseti? Hann hefur verið endurkjörinn í fjögur kjörtímabil og síðast í mikilli samkeppni.
Stjórnarskrármálið og Evrópusambandsumsóknin er sama málið.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Ástæðan fyrir því að bakkað var með bæði málin á nákvæmlega sama tíma var sú að Feneyjanefndin gaf tillögum stjórnlagaráðs falleinkun. Þeir gáfu út álit bæði í upphafi ferlisins um hvað þyrfti að laga til að gera okkur gjaldgeng í sambandið og svo eftir að tillögurnar lágu fyrir. Þeir settu aðallega út á tvennt: að forsetinn var gerður nánast valdalaus og að fyrirvarar við framsalsákvæði væru of margir. Þú getur flett þessu um ef þú vilt.
Þetta snýst um framsal fullveldis. Öðru vísi er engin leið fyrir landið að ganga í sambandið. Það er þó skautað hjá því að nefna það. Meira að segja í meintum þjóðaratkvæðum um stjórnarskrá.
Lög um stjórnlagaþing voru á aínum tíma samin með hliðsjón af skýrslu Feneyjanefndarinnar (stjórnarskrárnefndar ESB) þar er í átta liðum fyrirfram lýst því sem er á verkefnalistanum. Í sjöunda lið er fullveldisframsal.
https://www.althingi.is/altext/stjt/2010.090.html
Í sex spurningum í svokölluðum þjóðaratkvæðum er ekki minnst einu orði á þetta lykilatriði. Þessi óljósa og lausorðuðu skoðananakönnun hefur því ekkert gildi.
svona var spurt: Þú finnur allar áfangaskýrslur, ráðgefandi skýrslu feneyjanefndarinnar í upphafi og lokaskýrslu um tillögur stjórnlagaráðs á vef utanríkisraðuneytisins.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2015 kl. 11:57
Fleiri hlekkir:
http://en.m.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union
http://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/skyrsla-um-adildarvidraedur-vid-evropusambandid/
http://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2010)001-e
http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf
hér eru svo áfangaskyrslurnar og ferlið.
http://www.vidraedur2009-2013.is/gognin/
http://eu.mfa.is/documents/
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2015 kl. 12:05
Ég set þetta ekki hér fram í meinni agression heldur einlæglega til að sýna þér fram á hvurslags jargon er búið að nota í tengslum við þetta.
tökum sem dæmi liðinn um auðlindir í þjöðareign.
Allt innan 200 mílna markanna utan eignarjarða er þjóðareign. Það er meira að segja tekið fram í fiskveiðilögum að svo sé. Stjörnarskráin bannar að aðrir höndli með þetta aðrir en alþingi, þ.e. Málsvarar okkar.
Segjum sem svo að það sé nauðsynlegt að þetta þurfi að koma skýrar fram í stjórnarskrá svo öll álitamál séu af tekin. Hver er það þá sem hefur ráðstöfunarréttinn eftir það? Jú, alþigi. Þ.e. Kjörnir fulltrúar okkar. Það er svo háð Eirra áherslum hverju sinn hvernig með er farið eftir sem áður. Semsagt ekkert breytist.
hafir þú áhyggjur af misskiptingu og hyglingum í ráðstöfun þessara auðlinda, þá er það háð sertækum lögum og breytingum innan núgildandi laga í hverju tilfelli en ekki stjórnarskrármál per se. Lögin eru sérsniðin að aðstæðum en stjórnarskráin tíundar prinsippin í stórum dráttum.
Ráðstöfunarvaldið breytist ekkert. Það er háð hverja við kjósum til að fara með það, hvernig úr er spilað. Feneyjanefndin mælir þó með að þetta sé gert skýrara í orðalagi stjórnarskránnar og allir fyrirvarar (sem eru í núverandi stjórnarskrá og núverandi drögum stjörnlagaráðs) verði teknir í burtu til að auðvelda framsal.
Þú áttar þig væntanlega á að það sem stöðvaði umsóknina var skortur á skilyrðislausum framsalsheimildum, svo opna mætti þá kafla sem að framsali sneru. Það er höfuðástæða þessa liðs í lögum um stjörnlagaráð. Án þessara heimilda verður ekki lengra komist með umsóknina og því féllu bæði málin samhliða.
Það er svo til merkis um óheiðarleika sem með málið fóru hve gersamlega clueless flestir virðast vera um eðli málsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2015 kl. 12:22
Að kjósa um stjórnarskrá er ekkert íhlaupaverk og ekker Já eða Nei mál. Málið þarf að kynna ítarlega og skýra tilgang og samhengi breytinganna og kjósa svo um hvern lið fyrir sig. Það er skiljanlegt að ESB sinnar vilji hafa annan hátt á og halda þessu í áframhaldandi þoku.
Tillögur um að steypa þessu saman við forsetakosningar er hluti af þeirri óskhyggju auk persónulegrar óvildar og haturs á forsetanum, sem aðallega varð fyrir það að hann skyldi voga sér að beyta málskotsréttinum í ákveðnu máli. Er hægt að komast lengra í hræsninni en það?
Stjörnarskráin er grundvöllur okkar samfélags til framtíðar og fullveldi okkar og sjálfstæði stendur á þeim grunni. Finnst þér það eitthvað léttúðarmál sem hægt verði að afgreiða sem einhverja aukaafurð í kosningum um forseta. Kosningum sem munu drekkja allri málefnalegri kynningu og umræðu um málið?
Þér getur ekki verið alvara Siggi.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2015 kl. 12:37
Jón Steinar, þú ert á villigötum, strax í upphafi. Stjórnarskrármálið og Evrópusambandsumsóknin er hreint ekki sama málið þó að því sé alloft haldið fram. Stjórnarskrármálið á upptök sín fyrir 70 árum síðan, talsvert löngu áður en mótaði fyrir hugmyndum að Evrópusambandinu. Hér var samþykkt að notast við danska stjórnarskrá, að grunninum til frá 1849. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur rakið þetta og dustað rykið af fjölmörgum tilvitnunum þáverandi forseta og þingmanna úr öllum flokkum.
http://gudnith.is/efni/þrjóskar_staðreyndir_um_stjórnarskrána
Ólafur Ragnar og Davíð Oddson hafa hins vegar kosið að tala um gömlu stjórnarskrána sem helgan gerning eða listilega smíð. Það þjónar þeirra pólitísku vegferð, enda er stjórnarskráin rammpólitískt plagg. Hvort að Ólafur Ragnar sé vinsæll eða óvinsæll forseti fer vitaskuld eftir því hvern þú spyrð. Hann hlaut ágæta kosningu 2012, ríflega helming greiddra atkvæða. Ef hann býður sig fram enn eina ferðina á næsta ári fer það auðvitað eftir mögulegum mótframbjóðendum hvort hann hefur erindi sem erfiði eða ekki. Hann á trausta fylgismenn sem munu styðja hann með ráðum og dáð, svo mikið veit ég.
Sigurður Hrellir, 14.9.2015 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.