TABÚ stjórnmálamenn

Ef það er einhverjum einum að þakka að fjárhagsstaða Íslands er almennt vel yfir meðallagi í Evrópu árið 2015 þá er það Björku Guðmundsdóttur að þakka. Sá gríðarlegi fjöldi ferðamanna sem heimsækir landið árlega skilur eftir sig raunverulegar gjaldeyristekjur sem bæði gagnast fyrirtækjum og einstaklingum, og ekki síst Ríkissjóði og Seðlabanka. Það er engin tilviljun að landið er orðið vinsæll ferðamannastaður en ekki er það stóriðjunni að þakka og örugglega ekki íslenskum stjórnmálamönnum heldur.

Ef það væri ekki fyrir heimsþekkta listamenn sem vakið hafa verðskuldaða athygli á landi og þjóð væri landið örugglega enn utarlega á jaðri ferðamannastaða. Gráðugum og ósvífnum aðilum í ferðaþjónustu hefur meira að segja ekki enn tekist að spilla orðspori landans sem neinu nemur.

Þetta afleita eintak af stjórnmálamanni, að vísu bara einn af mörgum, á að vera áminnig til kjósenda að hugsa sig vel um áður en þeir spandera atkvæði sínu á illa innrættan fauta eins og 6. þingmann SV-kjördæmis.


mbl.is „Já ég borga skatta á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessa speki þína Sigurður, en ég skal segja þér að Björk hefur ekkert með ferðamannastrauminn til Íslands að gera. Við eigum miklu betri fulltrúa sem hafa skilað þjóðarbúinu mun meiri tekjum en Björk gæti nokkurn tímann. Náttúra Íslands er miklu mun meira aðlaðandi en BG, með Eyjafjallajökul og fleiri eldfjöll sem hafa látið til sín taka á undanförnum árum auk hvera og fossa svo dæmi séu tekin. Ekki má heldur gleyma íslensku krónunni sem hefur verið okkur hagstæð og verið mörgum hvati til að sækja Ísland heim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2015 kl. 20:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 20:31

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Tómas, það er Björk sem setti boltann af stað. Í kjölfarið fóru að koma hingað heimsfrægir tónlistarmenn og svo bættust kvikmyndagerðarmenn og leikarar við. En að sjálfsögðu er náttúra landsins aðal forsendan fyrir því að hingað vilji koma fólk, það dugði bara ekki til fyrr en listamenn eins og Björk fóru að vekja athygli.

Sigurður Hrellir, 16.12.2015 kl. 19:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meina tek undir með Sigurði 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2015 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband