Verður Landsdómur til eftir næstu alþingiskosningar?

Steingrími J. Sigfússyni, rað-ráðherra, var boðið að taka sæti í pallborði á fundi Stjórnarskrárfélagsins í kvöld. Hann sá sér ekki fært að mæta, enda eflaust upptekinn við undirbúning vegna Landsdóms og á sífelldum hlaupum milli ráðuneyta. Hins vegar verða góðir gestir með framsögur og svara spurningum úr sal.

 

Hún hefur vakið athygli utan landsteinanna sú leið sem farin er á Íslandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er almennt viðurkennt í lýðræðisríkjum að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn en erfitt getur reynst að fá heila þjóð til að taka þátt í ferlinu, að öðru leyti en að láta fólk kjósa um ákveðna tillögu eða niðurstöðu. Þó má segja að aðkoma almennings að ferlinu sé vel ásættanleg þar sem að vinna Stjórnlagaráðs fór að miklu leyti fram fyrir opnum tjöldum og ábendingar fólks voru jafn óðum teknar til athugunar og umræðu af fulltrúum í ráðinu. Ekki má heldur gleyma þjóðfundinum í Laugardalshöll þar sem 1000 Íslendingar, valdir með slembiúrtaki, settust niður í nóvember 2010 og lögðu grunninn að verkinu.
 
Nú hefur Stjórnlagaráð lokið yfirferð sinni yfir athugasemdir og ábendingar sem komu frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Til stendur að láta kjósendur fella sinn dóm yfir tillögum Stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum 30. júní n.k. Í raun verður þar kosið á milli gömlu stjórnarskrárinnar og hinnar nýju, ef svo má að orði komast. Að vísu verða einhverjir valmöguleikar einnig í boði, t.d. hvað varðar málskotsrétt forsetans og fl.

En til þess að geta fellt dóm yfir tillögu að nýrri stjórnarskrá þarf að fara fram efnisleg umræða um kosti hennar og galla samanborið við núgildandi stjórnarskrá. Allt of mikið púður hefur ferið í að bölsótast yfir formsatriðum og lítið rætt um tilgang og innihald. Því hljóta áhugasamir einstaklingar að taka því fagnandi að Stjórnarskrárfélagið blási til umræðufunda um málið.

Fyrsti fundurinn, haldinn í Iðnó í kvöld kl. 20, ber yfirskriftina: "Kvótakerfið og nýja stjórnarskráin - hvaða áhrif hefði ný stjórnarskrá á fiskveiðistjórnunarkerfið?"

Á vormánuðum verða fleiri fundir á dagskrá:

Kjördæmin, persónukjör og nýja stjórnarskráin
- Áhrif nýrrar stjórnarskrár á alþingiskosningar og kjördæmi

Stjórnmálaspilling og nýja stjórnarskráin
- Getur ný stjórnarskrá upprætt spillingu í stjórnmálum og stjórnsýslu?

Náttúran, auðlindirnar og nýja stjórnarskráin
- Hvað verður um fjórflokkakerfið með nýrri stjórnarskrá?

Lýðræði og nýja stjórnarskráin
- Mun ný stjórnarskrá auka lýðræði á Íslandi?

Einnig má gera ráð fyrir fundum um forsetaembættið og hlutverk forsetans.

 


mbl.is Bætir ekki miklu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs að endurskoðaðri stjórnarskrá verður Landsdómur aflagður. Ráðherraábyrgð verður þó eftir sem áður til staðar, sjá 95. gr.

Sigurður Hrellir, 13.3.2012 kl. 14:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær verður fundur með yfirskriftina: "Hvernig kemur nýja stjórnarskráin böndum á fjármálakerfið?"

Einhvernveginn rámar mig nefninlega í að það hafi verið tilefnið fyrir vegferðinni allri...

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband