Bindum vonir við nýja stjórnarskrá

Það verður að segjast eins og er að þingmenn Hreyfingarinnar hafa talað fyrir daufum eyrum á Alþingi í mörgum málum, þó sér í lagi þegar uppgjör við Hrunið kemur til umfjöllunar. Eins og heyra má í umræðum þeim sem Þór vísar til í bloggfærslu sinni hafa þau hamrað á því að alþingismönnum sé ekki fært að meta hlutlaust frammistöðu samflokksmanna sinna, formanna, samráðherra eða samstarfsmanna til margra ára.

Tillögum Hreyfingarinnar um að kalla sérskipaðri þingnefnd til aðstoðar óháða aðila var alfarið hafnað, svo og tilmælum um að varaþingmenn væru kallaðir til þegar greiða ætti atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum. Margir þingmenn fjórflokksins fóru á sínum tíma hörðum orðum um Hreyfinguna og málflutning hennar, t.d. sagði Siv Friðleifsdóttir að hún væri að skapa sér "sérstöðu til að klifra upp á bakið á öðrum flokkum".

Það má vel vera að málflutningur Þórs Saari, Birgittu og Margrétar hafi ekki alltaf verið til þess fallinn að auka virðingu Alþingis. Þau hafa iðulega verið ófeimin við að gagnrýna kerfið og starfshætti þingsins, oft við lítinn fögnuð annarra þingmanna. Hins vegar er það að koma betur og betur í ljós að þingið og þeir stjórnmálaflokkar sem þar starfa eru illa færir um að taka ákvarðanir um breytingar til batnaðar.

Þingið hefur haft 67 ár til þess að klára ófullburða tillögur að "nýrri" stjórnarskrá sem samþykkt var vorið 1944. Þess vegna verður að binda vonir við tillögur Stjórnlagaráðs  um nýja fullburða stjórnarskrá  þar er kveðið á um margar gagngerar breytingar á störfum þingsins og stjórnkerfisins alls. Ég skora á fólk að kynna sér vel þessar tillögur. 


mbl.is Talar um siðferðilegt forað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband