13.1.2012 | 09:24
15. gr.
Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.
Stjórnsýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögnum, svo sem fundargerðum, og skrásetja og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema samkvæmt lögum.
Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.
Söfnun, miðlun og afhendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbundins starfs eftirlitsstofnana. Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda.
Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma.
Skýrslu stungið undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
Iss Piss, heldur þú að kjördæmapotari NO #1 á íslandi sé eitthvað að láta lög og reglur þvælast fyrir sér og sýnum "málstað". Hefur aldrei gert það og mun aldrei gera það.
Dexter Morgan, 13.1.2012 kl. 11:38
Var ekki Greið leið ehf. sjálfstætt starfandi fyrirtæki á þessum tíma? Óháð ríkinu með öllu? Var skýrslan unnin fyrir ráðuneytið? Af hverju leggur ráðuneytið út í kostnað við einkaframkvæmd á undirbúningsstigi? Margt óljóst í þessu.
Jóhann Gunnar Stefánsson, 13.1.2012 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.