"Grjótkast úr steinhúsi"

Fyrst að Gunnar Bragi er að vekja máls á þessu væri ekki úr vegi að benda á samantekin ráð fjórflokksins að útiloka ný framboð frá umfjöllun í aðdraganda alþingiskosninganna 2009. Það er gerð grein fyrir þessu í skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á bls. 15, en þar segir:

At its own initiative RUV offered all seven competing political organizations a 10 minute slot of free airtime on public television on condition that the majority of them agreed. Free airtime had been given in previous elections, without such a condition. For the 2009 elections, four of the seven competing political organizations (all four of which were established parliamentary parties) declined the offer on the grounds that high production costs outweighed the possible benefit, and RUV withdrew the offer. The decision by RUV to decide the issue by majority interest was strongly criticized by the two newly formed political organizations, the CM [Borgarahreyfingin] and DM [Lýðræðishreyfingin].

In practice, RUV’s majority approach to the issue of free airtime denied the smaller parties a potential means of expressing their views to voters, based on a decision by the larger parties. Although the allocation of free airtime is not compulsory, it is a practice in many OSCE participating States that public broadcasters offer free airtime to parties competing in elections. Free airtime especially allows smaller competitors, with limited resources, an opportunity to address the electorate.

The provision of free airtime could be addressed in legislation in order to ensure consistent practice in each election.

Eitthvað hlýtur að vera bogið við það þegar ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar taka sig saman um að hafna ókeypis sjónvarpstíma til þess eins að útiloka fjárvana ný framboð frá því að nýta sér slíkt tilboð.


mbl.is Gunnar Bragi: Ósáttur við RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Skýrsla ÖSE inniheldur reyndar margar mikilvægar athugasemdir og ábendingar, bæði hvað varðar fjölmiðla og framkvæmd kosninga. Þar er m.a. sett út á framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem hefst mörgum vikum áður er framboðsfresturinn er útrunninn. Þannig geta t.d. kjósendur erlendis valið stimpil með listabókstaf gömlu flokkanna áður en ljóst er hverjir aðrir verða í framboði.

ÖSE setur líka út á starfsaðferðir yfirkjörstjórna sem virðast ekki vinna samkvæmt föstum reglum, og eru þar að auki skipaðar fulltrúum sitjandi stjórnmálaflokka á Alþingi. Af þeim sökum virðist hlutverk þeirra á stundum ganga út á að stöðva þátttöku nýrra framboða.

Sigurður Hrellir, 11.1.2012 kl. 14:18

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Svo ekki sé nú minnst á misvægi atkvæða sem ÖSE gerir einnig athugasemdir við. Samkvæmt þeim stöðlum sem þeir miða við á misvægi atkvæða ekki að vera meira en 10% og aldrei meira en 15%. En á Íslandi er misvægið 100%! Atkvæði hvers kjósanda í NV-kjördæmi vegur tvöfallt þyngra en hvert atkvæði í SV-kjördæmi (Kraganum). Þannig eru miklu færri greidd atkvæði að baki hverjum þingmanni Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar heldur en Borgarahreyfingar/Hreyfingar. Þröskuldar fjórflokksins eru hvarvetna.

Sigurður Hrellir, 11.1.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Úr því þetta er svona.... er þá allt í lagi með þetta Kastljósviðtal Helga Seljan?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2012 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, ég sá ekki umrætt Kastljósviðtal. Missti ég af einhverju?

Sigurður Hrellir, 12.1.2012 kl. 09:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það fer eftir því hvers þú ætlast til af viðtölum við ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ef þú vilt gagnrýnar, krefjandi og ágengar spurningar, þá misstirðu ekki af neinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband