Lykillinn var í Luxembourg

Við svokallaða endurreisn bankanna var áberandi mikil áhersla lögð á það að selja Kaupthing Luxembourg út úr þrotabúi Kaupþings. Sá gjörningur átti sér stað strax vorið 2009 og skollaeyrum skellt við því að þar innan dyra væri að finna allar helstu upplýsingar um viðskiptagjörninga íslenskra athafnamanna, aflandfélög, mútugreiðslur og fl. En í stað þess að innsigla allt draslið og koma í hendur sérstaks saksóknara var nú sömu stjórnendum gert kleift að athafna sig áfram í friði og ró, allt þar til dómarar í Luxembourg rúmu ári síðar úrskurðuðu um húsleitarheimild.

Ekki er laust við að mann gruni að ýmsir stjórnmálamenn og embættismenn hafi andað léttar þegar salan var handsöluð.


mbl.is Tímafrekt að fá gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband