Hugmyndir um Þingvelli

Þar sem að fólk virðist oft á tíðum frekar vilja hjóla í manninn en ræða hugmyndir og málefni, langar mig að heyra hvað ykkur finnst um framtíð Þingvalla.

Þráinn Bertelsson sagði í símaviðtali á Morgunútvarpi Rásar 2 rétt áðan að hann vildi að frá og með 100 ára lýðveldisafmælinu yrðu einungis leyfðar byggingar innan þjóðgarðsins í eigu ríkisins eða hins opinbera. Innan marka þjóðgarðsins eru töluvert margir sumarbústaðir, líklega ekki færri en 100, flestir í einkaeigu. Ekki nefndi Þráinn hvað hann teldi réttast að gera við öll þessi hús, hvort þau ætti að rífa eða hvort ríkið tæki þau eignarnámi. Sum þeirra hafa menningarsögulegt gildi, t.d. sumarhús það sem Ólafur Thors lét reisa, en sum önnur geta vart flokkast öðruvísi en sem glæsivillur "óráðssíumanna". Nú ef ríkið tæki þau eignarnámi, yrði þá ekki einmitt til það sem Þráinn virðist óttast mest, einhvers konar sumarbústaðaleiga fyrir forréttindastéttina í landinu?

Valhöll eins og hún varÞað sem mér finnst mest aðkallandi að bæta á Þingvöllum er átakanlegur skortur á þjónustu við ferðamenn. Maður skyldi ætla að í helsta þjóðarstolti landsmanna sé að finna amk. einn frambærilegan veitingastað þar sem hægt væri að borða þingvallableikju og fá sér kaffi með útsýni við hæfi. Það eina sem ferðamönnum býðst í dag er pylsu- og samlokusala í dæmigerðum sjoppustíl. Vart er hægt að ímynda sér meira fráhrindandi greiðasölu en þessa.

Hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að ákveða hvað kemur í stað Valhallar sem brann sumarið 2009? Ef einhver dugur væri í Þingvallanefnd, stjórnvöldum og þjóðgarðsverði væri nú þegar búið að koma þar upp glæsilegum stað sem félli vel að umhverfinu og hægt væri að kaupa sér veitingar við hæfi. En líklega er pólitískur ágreiningur um þetta eins og allt annað.


mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Heyr heyr.

Viggó Jörgensson, 9.5.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Það er ekki eins gaman að skreppa á Þingvöll eftir brunann mikla vegna þess að það er engin góður kaffi eða matarstaður lengur. Ég man eftir því þegar bátarnir voru við vatnið og hægt var að leiga þá, og ísbúðarsjoppa ásamt bensínstöð var við hliðina á hótelinu, það vantar eitthvað sem lokkar fólk til þessa fallegu náttúruparadísar okkar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 23:43

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það má líka hafa með sér nesti og nýja skó. Jú ég myndi vilja sjá glæsilegt Hótel sem myndi falla vel í umhverfið á þessum glæsilega stað! En það verður aldrei með óstarfhæfa Þingvallanefnd!!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.5.2011 kl. 00:13

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Að sjálfsögðu á að byggja þarna glæsilegt sveitahótel. Svo lengi sem það fellur vel að umhverfinu og er rekið af fagmennsku og metnaði ættu flestir að taka því fagnandi. En árin líða og ekkert þokast í þessum málum. Þingvallanefnd er nú sögð óstarfhæf vegna ummæla Þráins en hefur hún ekki einmitt verið óstarfhæf árum saman?

Sigurður Hrellir, 10.5.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband