4.5.2011 | 19:00
Hvorki Vinstri né Grænir
Ég ætla nú ekki að hafa mörg orð um skoðanir míns gamla félaga, Þráins Bertelssonar á nýjum vinum sínum í fjórflokknum. Þráinn sýndi kjósendum sínum fingurinn þegar hann gekk til liðs við "Hvorki Vinstri né Græna". Það kæmi mér því varla á óvart þótt hann byði villuráfandi félögum sínum í VG upp á svipaðar trakteringar.
VG er orðið að skrípi sem skreytir sig með fölskum fjöðrum. Það geta engir róttækir vinstri menn eða raunverulegir umhverfissinnar með sjálfsvirðingu kosið þetta lygabandalag. Þó tók steininn úr þegar umhverfisráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að villtir ísbirnir í friðlandi á Íslandi væru réttdræpir. Mikil er virðing þessa fólks fyrir villtri náttúru á norðurslóðum!
Styður ekki Jón sem ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.