11.1.2011 | 13:06
Gamla Ísland á útsölu
Orkustofnun veitti í gær leyfi til "rannsóknarborana" í trássi við tilmæli umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Náttúrustofnunar. Ég hlustaði á viðtal við Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra í hádegisfréttum RÚV. Hann sagði eitthvað á þá leið að ekki væri verið að gefa skotleyfi á svæðið við Gjástykki, því einungis væri um "rannsóknarleyfi" að ræða.
Fólk sem gengur um Reykjanesið getur þar virt fyrir sér alls konar mannvirki og ófagurt rask sem eru afleiðingar rannsóknarleyfa. Ef til stendur að friða svæði eins og Gjástykki er rannsóknarleyfi einmitt mjög slæm hugmynd. Hvers vegna skyldi eiga að minnka verndunargildi staðarins og eyða til þess miklum fjármunum nema einmitt til þess að koma í veg fyrir friðun?
LV fær rannsóknarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Athugasemdir
Til þess að hægt sé að meta það (umhverfismat) hvort mögulegt sé að nýta svæðið á þennan hátt, þá þarf að skoða þessa hluti. Það er vel hugsanlegt að ferðamönnum fjölgi á svæðið, ef þarna rísa merkilegustu jarðvarmavirkjanir í heimi. Sömuleiðis er stöðugt verið að gera meiri kröfur um að "spilling" landsins sé í lágmarki.
Þetta þarf að skoða. Það er ekki nóg að umhverfisverndarsamtök eða Ómar Ragnarsson segi að ekki megi hrófla við neinu þarna. Fólk er í æ ríkari mæli farið að átta sig á því að þessir aðilar hafa farið offari í áróðri sínum fyrir umhverfisvernd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 15:54
Sæll Gunnar,
Mín vegna mega þessir herramenn skoða svæðin eins og þeir vilja. Líka hlusta og þefa. En líkt og stendur stórum stöfum á söfnum segi ég "Vinsamlegast snertið ekki listaverkin!".
Sigurður Hrellir, 11.1.2011 kl. 16:43
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.