Össur og Ögmundur eiga næsta leik

Það hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvað gögn um samskipti þeirra á Netinu eru berskjölduð fyrir alríkisstjórninni í BNA. Svo virðist sem þeir geti gefið stórfyrirtækjum skipanir um að skila inn upplýsingum að eigin ósk, án nokkurrar fyrirstöðu. Trúlega á þetta ekki einungis við um Twitter heldur líka Facebook og Gmail auk margra annarra. Einnig er ljóst að upplýsingar frá VISA, MasterCard, PayPal og Amazon eru aðgengilegar fyrir alríkisstjórnina og hlýtur það að vekja óhugnað nú þegar að ofsóknaræði virðist hafa runnið á þarlend stjórnvöld.

Þeir eiga næsta leikEf íslenskir ráðamenn eru ekki gungur og druslur  þurfa þeir að bregðast við strax. Ég skora á þá félaga Össur og Ögmund að beita sér fyrir því að Julian Assange verði boðinn íslenskur ríkisborgararéttur líkt og gert var með Bobby Fischer, og þannig að sýna tilburðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins lítilsvirðingu. Almenningsálitið mun vinna með Íslendingum ef þeir sýna kjark í þessu máli og lúta ekki höfði fyrir ömurlegum yfirgangi og tilburðum sem engu lýðræðisríki er sæmandi.

Alþingismenn mættu rifja upp þingsályktun frá því í sumar sem þeir samþykktu með öllum atkvæðum viðstaddra nema einu(*), en hún hefst á þessum orðum:

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimildarmanna og afhjúpenda verið tryggð".

 

* Varasjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu.


mbl.is Twitter gert að afhenda öll skilaboð Birgittu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Láttu þig dreyma Össur er gunga með hor en möguleiki að Ögmundur geti gert eitthvað fyrir okkur því að hann er enn okkar maður.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2011 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband