Okkar stærsta vandamál

Ekki veit ég hvað er satt eða logið í þessari frétt enda teljast fregnir úr Hádegismóum þessa dagana vart til mikilla sanninda.

Hins vegar er það umhugsunarefni hvernig hinir dæmigerðu stjórnmálamenn atast yfir Lilju Mósesdóttur, nýliða á þingi og skilgetins afkvæmis Búsáhaldabyltingarinnar. Kallað hefur verið eftir endurmati og endurnýjun í stjórnmálunum, persónukjöri og að stjórnmálamenn hætti að þiggja falið fé frá sérhagsmunaaðilum.

Lilja er býsna gott dæmi um stjórnmálamann eins og kallað hefur verið eftir. Hún er mjög vel menntuð beggja vegna Atlandshafsins, dr. í hagfræði, og sérfróð um kreppuástand þjóða. Hún bauð sig fram til þingmennsku á eigin verðleikum án þess að vera kostuð til þess af öðrum eða hafa beðið þolinmóð innan einhvers stjórnmálaflokks eftir að röðin kæmi að henni. Hún hlýtur þess vegna að teljast verðugur fulltrúi fólks á Alþingi.

Það er því með ólíkindum að sjá hvernig atvinnustjórnmálamenn bregðast við fólki eins og Lilju. Steingrímur J. hefur sterklega gefið það til kynna að Lilju sé vart stætt innan "hans" flokks lengur. Jóhanna Sigurðardóttir afgreiddi málið stuttaralega, talaði um bull og að hlaupast undan ábyrgð. Aðrir tala á göngum Alþingis eða skrifa rætnar athugasemdir á bloggi.

Fjórflokkurinn er líklega orðinn okkar stærsta vandamál.

 


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

100% sammála Sigurður, nema fyrstu og síðustu setningunni

Varðandi fjórflokkinn, þá er hann sem slíkur ekki vandamál, heldur einstakir menn innan þeirra (kannski flestir)

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 13:46

2 identicon

Alveg sammála.  Þetta er slæmt einelti í garð Lilju Mós.  Ég næ því ekki hvernig hún getur setið lengur á þingi eftir þetta allt.

Skúli (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, það er saga til næsta bæjar að við séum sammála eða allt að því.

Skúli, ég held að Lilja sé gerð úr efni sem þolir flest.

Sigurður Hrellir, 20.12.2010 kl. 18:38

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:21

5 identicon

Takk fyrir góðann pistil. Vandi Íslendinga í dag eru vesalingarnir á Alþingi. Þar virðist það vera í góðu lagi að mæta ölvaður og rífa kjaft. Á öðrum vinnustöðum er það brottrekstrarsök. Að þingmenn skuli leyfa sér einelti og banna það öðrum landsmönnum er með ólíkindum. Í sjómannalögum er talað um að yfirmenn skulu vera öðrum undirmönnum til fyrirmyndar í hvívetna. Lilja Mósesdóttir á að vera stolt af verkum sínum alveg sama hvaða skoðun Samspillingin hefur á því. Áfram Lilja, þú gengur á undan með gott fordæmi.Þ:A:E:S: samkvæm sjálfri þér, eins og hinir bófarnir á þinginu.       

Ingi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband