14.12.2010 | 20:49
Jólagjöfin í ár
Ég er búinn að ákveða jólagjöf handa mér sjálfum í ár. Hún fór í póst í kvöld:
(Til viðskiptabanka minna og greiðslukortafyrirtækja),
Ég undirritaður hef að vandlega athuguðu máli ákveðið að hætta öllum viðskiptum við kortafyrirtæki og fjármálafyrirtæki sem á einn eða annan hátt standa í vegi fyrir starfsemi Wikileaks og upplýsingamiðlun til almennings. Þess vegna tilkynni ég hér með að öllum kortum á mínu nafni sem útgefin eru í nafni VISA, MasterCard eða af sömu rekstraraðilum skuli lokað frá og næstu áramótum eða við fyrsta mögulega tækifæri.
Ég lýsi ennfremur megnustu óánægju minni vegna framferði þessara fyrirtækja í krafi aðstöðu sinnar og sérhagsmuna.
Með kveðju,
(Sign.)
Ég hvet þá sem þetta lesa til að íhuga það sama.
Assange enn í haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verst að minn banki er rúma 400 kílómetra frá dvalarstað mínum. Annars hef ég ákveðið að vera með ódýrustu gerð af kortum og taka helst af öllu bara út peninga í hraðbönkum.
UnnarM (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:48
Og það kemur ekki á óvart að Sparisjóður Strandamanna var fyrstur til að bregðast við ósk minni. Þeir hafa staðfest að korti mínu sem útgefið er af VISA verði lokað samkvæmt minni ósk.
Ég mæli með viðskiptum við þennan ágæta sparisjóð og einnig Sparisjóð S.-Þingeyinga. Þessir tveir héldu sönsum í bankabólunni og eru þeir einu sem ríkið þurfti ekki að draga að landi.
Sigurður Hrellir, 15.12.2010 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.