Sumir eru jafnari en aðrir

Á Íslandi ganga ræningjar og landráðamenn lausir og reka tunguna framan í skattpínda og skuldum vafna landa sína. Klíka með tök innan gömlu bankanna sem sópaði að sér lygilegum fjármunum, tók "lán" í stórum stíl sem voru send til fjarlægra landa og afskrifuð samdægurs. Leiðtogi þessarar klíku segir nú kotroskur að hann muni höfða skaðabótamál gegn þeim sem reyna að endurheimta góssið. Svo maður vitni nú í mæðulegan forsætisráðherrann:

"Ég held að í þessu skelfilega hruni sem þjóðin varð fyrir þá sé aldrei hægt að tala um neinn jöfnuð eða réttlæti ég held bara að við stöndum frammi fyrir því." (*)

Er ef til vill kominn tími á að fólk taki sjálft lögin í eigin hendur?

 

(*) Úr viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2, 3. desember, í umræðu um skuldavanda sumra heimila.

 


mbl.is Höfðar líklega skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurður; jafnan !

Vel; að orði komist hjá þér, sem vænta mátti, svo sem.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Gunnar Waage

Best þykir mér frá Pálma Haralds sem segir að; "Málið hafi valdið honum gríðarlegu andlegu og fjárhagslegu tjóni."

Er það hægt?

Gunnar Waage, 14.12.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Niðurlagsorð þín eru skiljanleg út frá öðru sem fram kemur í pistlinum. Ef það er almenn skoðun fólks að brotlegir athafnamenn geti með vogarafli fjármuna sinna snúið niður ákæru- og dómsvaldið, þá er hætt við að maður fari að sjá rauða málningu aftur. Það er ekki geðsleg framtíðarsýn.

Flosi Kristjánsson, 14.12.2010 kl. 20:46

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Flosi, ég er enginn sérstakur talsmaður óeirða og uppþota, og Íslendingar virðast vera mun prúðari en margar aðrar Evrópuþjóðir - Ítalir eru nærtækt dæmi. Hins vegar er það nú svo að sporin hræða, sbr. Baugsmálið, og ég óttast að langlundargeð íslensku þjóðarinnar séu einhver takmörk sett.

Sigurður Hrellir, 14.12.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband