11.12.2010 | 22:43
2010 eða 1984?
Meðan Íslendingar voru uppteknir við að skera út laufabrauð og versla jólagjafir, fóru hópar fólks í mörgum löndum út á götur til að mótmæla handtöku Julians Assange og krefjast þess að tjáningarfrelsið verði ekki fótum troðið. Þessi Íslandsvinur hefur heldur betur stimplað nafn sitt á spjöld sögunnar síðan hann dvaldi hér fyrr á þessu ári og flestir fjölmiðlar heimsins undirlagðir af fréttum um hann og Wikileaks, uppljóstrunum og þýðingu þeirra. Hér er t.d. umfjöllun AlJazeera frá því í dag:
Hvað Obama sjálfan varðar held ég að hann ætti að spara sér stóru orðið um Wikileaks og einbeita sér frekar að því að skapa frið í heiminum. Var það ekki annars hugmyndin með friðarverðlaununum í fyrra?
Obama gagnrýnir Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.