Íslenskt vegabréf og skjól fyrir Sámi frænda

Julian Assange er Íslandsvinur. Hann dvaldi hér í nokkra mánuði sl. vetur og tók þátt í undirbúningi IMMI. Margir Íslendingar höfðu kynni af honum og hann kom m.a. fram í Silfri Egils. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrr á þessu ári þegar Julian gat óhræddur gengið um götur og ferðast á milli landa eins og flest okkar hinna.

ÍslandsvinurSámur frændi er samur við sig og nú telja ýmsir "sérfræðingar" á hans vegum að réttast sé að ráða Julian af dögum. Það á semsagt að skjóta sendiboðann enn eina ferðina. Hvorki Julian Assange né Wikileaks hafa stolið viðkvæmum upplýsingum frá utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Ekki er heldur hægt að fullyrða að birting skjalanna hefði vakið svo mikla athygli nema útbreiddir fjölmiðlar hefðu krufið þau til mergjar og birt að eigin frumkvæði. En í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna að betur hefði þurft að passa upp á öryggi viðkvæmra upplýsinga rísa illa upplýstir stjórnmálamenn á hægri kantinum upp og krefjast þess að maðurinn verði hengdur í hæsta gálga. Lifir Villta vestrið enn góðu lífi þarna í Vesturheimi eða hefur fasisminn tekið völd?

Ég held að það skársta sem Íslendingar gætu gert væru að lýsa yfir stuðningi við Julian Assange og bjóða honum pólitískt hæli. Fyrst Bobby Fisher fékk slíkar trakteringar af hálfu ríkisins ætti Julian Assange að fá þær líka. Þannig gætu þeir líka reynt að bæta fyrir misgjörðir sínar

 


mbl.is Assange áfram í felum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi sannleiks elskandi maður Julian Assange, afhverju er hann ekki í Svíþjóð að láta sannleikann koma í ljós, eða kannski er sannleikurinn um hann sjalfan svo allt öðrvísi en sannleikurinn sem hann vill að komi í ljós, kannski hefur hann eitthvað að fela sem þolir ekki dagsljósið.

Loki (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kannski lenti hann bara í elsta trixinu í bókinni þarna í Svíþjóð. Hversu oft hafa stjórnmálamenn og erindrekar landa ekki fengið í fangið konur sem reyndust þegar upp var staðið vera í þjónustu annars ríkis?

Sigurður Hrellir, 2.12.2010 kl. 07:44

3 identicon

Mér finnst að maðurinn þurfi að gera í því að koma sannleikanum framm hvernig sem hlutirnir eru til komnir, að hlaupa í felur bendir venjulega til þess að einhver er sektin.

Loki (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:09

4 identicon

Loki, lestu þennan pistil:

http://www.thefirstpost.co.uk/72286,news-comment,news-politics,alexander-cockburn-julian-assange-wanted-by-the-empire-dead-or-alive-wikileaks?DCMP=NLC-daily

Þar kemur fram að saksóknarinn sænski er í tengslum við bandarísk stjórnvöld.  Einnig, ef ég skildi þetta rétt er önnur ákæran ekki alvarlegri en svo að hann hafi stundað "óöruggt kynlíf" og ekki hringt í konuna daginn eftir.  Slíkt er varla ástæða fyrir alþjóðlegri handtökuskipunn.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband