Að fórna náttúruperlum í þágu sérhagsmuna

Ég hvet fólk til að kynna sér hugmyndir um vegalagningu á svæðinu við náttúruverndarsvæðin hjá Dyrhólaós og Reynisfjöru. Það kann vel að vera að núverandi vegur geti einstaka sinnum verið erfiður yfirferðar sökum snjóa en það hlýtur að vera hæpin ákvörðun að ganga nærri svo einstakri náttúru og skerða mikilvægi svæðisins til ferðamennsku.

Mismunandi vegalínurMikill ágreiningur hefur verið innan bæjarstjórnar um málið og meðal almennings. Kærur benda til þess að sérhagsmunir kunni að ráða för. En auðvitað hlýtur kostnaðarþátturinn að vega þungt á tímum sem þessum þar sem fyrirhuguð vegalagning myndi eflaust kosta ríkið 6 milljarða eða meira á núvirði þegar sjóvarnargarðar eru reiknaðir með í dæmið.

Það getur ekki verið einkamál fólks á svæðinu hvernig farið er með okkar sérstæðustu náttúru.

Frummatsskýrsla Vegagerðarinnar frá 2008 með myndum af mismunandi kostum.

Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2009-2025, Umhverfisskýrsla.


mbl.is Ráðherra hafnar færslu hringvegar í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Ragnarsson

Ég vil bara benda þér á að sjóvarnagarður til að verja Víkina ar allt annað mál en veglínan.  Þó gæti akstur grjóts í sjóvarnagarðinn orðið margfalt ódýrari ef vegurinn og göngin kæmu fyrst.  Ennþá hefur ekki fundist eða verið samþykkt að nota grjót austan Reynisfjalls.  Get þó samþykkt að mörg byggðalög hefðu rétt á að vera á undan Mýrdælingum með vegabót með göngum.  Þó að jarðgöng séu dýr er ennþá dýrara að nýta ekki þau tæki og mannskap sem vinnur að gangnagerð. Það er ekki svo stór hópur og á eftir að spara okkur hvað mest í snjómokstri og bættum samgöngum í framtíðinni. 

Reynir Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Eftir pistli þínum að dæma Sigurður, held ég að þú hafir einmitt ekki kynnt þér kosti og galla þessarar fyrirhuguðu veglínu, heldur látið mata þig á illa rökstuddum fullyrðingum andstæðinga hennar, sem eru fáir en háværir.

Þórir Kjartansson, 27.10.2010 kl. 12:02

3 identicon

Það er alveg rétt  þetta er ekki einkamál íbúa, enda hafa sveitafélög í Sambandi sunnlenska sveitafélaga ályktað um þetta allt frá árinu 2002 og nú síðast þessi ályktun :

Jarðgöng undir Reynisfjall

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið á Selfossi 13. og 14. september 2010, vekur athygli á því að vegurinn fyrir Reynisfjall er einn erfiðasti faratálmi á þjóðvegi 1 allt austur á land. Leggur mikla áherslu á að jarðgöngum um Reynisfjalli fari nú þegar á samgönguáætlun.

Bryndís Fanney Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:13

4 Smámynd: Reynir Ragnarsson

Sigurður! Ég vil benda þér á að fara inn á vef vegagerðarinnar og finna þar veðurstöðina Reynisfjall.  Í fyrradag voru þar mest allan sólarhringinn vindkviður um og yfir 30 metra. Þegar svo bætist við ísing sem oft er þarna þó að frostlaust sé í Víkinni, þá ættir þú að geta lagt saman tvo og tvo án mötunar frá einhverjum ofstækis umhverfissinnum, nema þú sért það sjálfur.

Reynir Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 14:01

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er fyrst og fremst að hvetja fólk til að kynna sér þetta mál og bendi á skýrslur sem ég geri ráð fyrir að miðli réttum upplýsingum. Það er eflaust rétt að hér sé um atvinnuskapandi framkvæmd að ræða en á sama tíma er verið að skera niður víðast hvar á landinu í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og flestum öðrum opinberum stofnunum. Svo er það líka spurning um forgangsröðun, af hverju ekki vegabætur og gangnagerð á Vestfjörðum þar sem ófært er svo mánuðum skiptir milli syðri fjarða og þeirra nyrðri?

Þórir, þér er velkomið að koma með vel rökstuddar fullyrðingar með eða á móti þessari framkvæmd. Af hverju notar þú ekki tækifærið?

Svo efast ég nú um að ég standi undir nafni sem "ofstækis" umhverfissinni þó svo að mér sé vissulega nokkuð umhugað um náttúru og umhverfi. Hvers vegna í ósköpunum er verið að bendla friðsamlegt fólk við ofstæki? Ofstækismenn beita öllum hugsanlegum ráðum til að ná fram vilja sínum, þ.m.t. valdníðslu, ofbeldi, vopnum, lygum og persónuníði. Hefur mikið borið á því meðal íslenskra umhverfissinna? Sumir vilja meira að segja gera mikið úr meintu ofstæki umhverfisráðherra þegar hún skýtur málum til dómstóla. Ég vona innilega að fólk í Mýrdalnum þurfi ekki að kljást við alvöru ofstækismenn.

Sigurður Hrellir, 27.10.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Reynir Ragnarsson

Sem betur fer Sigurður hafa islenskir umhverfis ofstækissinar ekki beitt vopnum.  Þeir hafa hinsvegar ekki hikað við að beita lygum og hagræða sannleikanum og koma með órökstuddar fullyrðingar.  Þú talar td. um náttúruverndarsvæðið hjá Dyrhólaós og Reynisfjöru. Umrædd veglína er sennilega hvergi nær friðlýsingu Dyrhólaeyjaar en ca.3-4 kílómetrar. Þú talar um hæpna ákvörðun að ganga svo nærri einstakri náttúru og skerða mikilvægi svæðisins til ferðamennsku. Hvernig rökstyður þú þessa fullyrðingu. Þvert á móti mun þessi vegur bjóða upp á enn fegra útsýni til fjalla og auðvelda ferðamönnum að skoða svæðið og náttúru þess.

Reynir Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 18:01

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vegurinn norður fyrir Reynisfjall er einn af skemmtilegustu og fallegustu vegum landsins og gerir aðkomuna að Vík úr vestri, tilkomumeiri en annars væri. En það er sjálfsagt flestum alveg sama um það.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.10.2010 kl. 23:33

8 Smámynd: Reynir Ragnarsson

Það er enginn að tala um að leggja núverandi veg niður. Hann verður áfram sem hringvegur um sveitina og þeir sem vilja njóta þess útsýnis sem hann býður uppá  geta ekið hann að vild.  Nýr vegur í gegnum Reynisfjall býður hinsvegar upp á lálendisveg allt til Reyðarfjarðar, styttir hringveginn um 3 km og er bylting í umferðaröryggi og fyrir alla þungaflutninga um hringveginn. Hann leyðir einnig umferðina framhjá Vík án þess að skerða aðkomu að þorpinu.

Reynir Ragnarsson, 28.10.2010 kl. 09:56

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég var heldur ekki að tala um að leggja núverandi veg niður og ég veit vel að þungflutningabílstjórar vilja fara beinustu leið og í gegnum fjöll og annað sem er fyrir.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband